Knattspyrnustjóri Barcelona gagnrýndi frammistöðu Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 10:31 Lionel Messi og félagar í Barcelona hafa ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Getty/David S. Bustamante Ronald Koeman kom inn með látum þegar hann tók við liði Barcelona í sumar en byrjunin inn á vellinum hefur ekki verið alltof sannfærandi. Í kvöld er komið að fyrsta Meistaradeildarleiknum undir hans stjórn. Það gekk mikið á hjá Barcelona í haust. Lionel Messi sættist á endanum að klára síðasta árið í samningi sínum en Argentínumaðurinn hafði áður tilkynnt það að hann væri á förum. Ronald Koeman losaði sig aftur á móti við Luis Suarez, góðan vin Lionel Messi, sem var ekki til að létta lundina hjá argentínska snillingnum. Ronald Koeman says Lionel Messi's performances "could be better".Read more: https://t.co/orAk26Gtpe pic.twitter.com/PNwpSYrAL3— BBC Sport (@BBCSport) October 20, 2020 Barcelona er bara í níunda sæti spænsku deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið tapaði 1-0 á móti Getafe um helgina. Ronald Koeman gagnrýndi frammistöðu Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Ferencvaros sem fer fram í Barcelona í kvöld. „Ég hef yfir engu að kvarta eða neinar efasemdir um það að hann sé ekki að leggja sig fram,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundinum en bætti svo við: „Eins og er þá mætti hann vera að spila betur. Hann er samt ánægður, hann vill spila og hann vill vera fyrirliði liðsins,“ sagði Koeman. "At this time of the season, his performance could be better"Ronald Koeman has sent a message to Lionel Messi ahead of their UCL game pic.twitter.com/peCOpLrbYR— Football Daily (@footballdaily) October 19, 2020 Lionel Messi er með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu deildarleikjum tímabilsins en hefur ekki komið að marki í síðustu tveimur leikjum. Barcelona hefur líka aðeins skorað eitt mark og náð í eitt stig út úr þeim. Philippe Coutinho skoraði markið á 10. mínútu í 1-1 jafntefli á móti Sevilla og hafa því Börsungar síðan ekki skorað mark í 170 mínútur. Messi sjálfur hefur nú spilað í 325 mínútur án þess að skora og eina markið hans á leiktíðinni kom úr vítaspyrnu í 4-0 sigri á Villarreal í fyrstu umferð. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira
Ronald Koeman kom inn með látum þegar hann tók við liði Barcelona í sumar en byrjunin inn á vellinum hefur ekki verið alltof sannfærandi. Í kvöld er komið að fyrsta Meistaradeildarleiknum undir hans stjórn. Það gekk mikið á hjá Barcelona í haust. Lionel Messi sættist á endanum að klára síðasta árið í samningi sínum en Argentínumaðurinn hafði áður tilkynnt það að hann væri á förum. Ronald Koeman losaði sig aftur á móti við Luis Suarez, góðan vin Lionel Messi, sem var ekki til að létta lundina hjá argentínska snillingnum. Ronald Koeman says Lionel Messi's performances "could be better".Read more: https://t.co/orAk26Gtpe pic.twitter.com/PNwpSYrAL3— BBC Sport (@BBCSport) October 20, 2020 Barcelona er bara í níunda sæti spænsku deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið tapaði 1-0 á móti Getafe um helgina. Ronald Koeman gagnrýndi frammistöðu Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Ferencvaros sem fer fram í Barcelona í kvöld. „Ég hef yfir engu að kvarta eða neinar efasemdir um það að hann sé ekki að leggja sig fram,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundinum en bætti svo við: „Eins og er þá mætti hann vera að spila betur. Hann er samt ánægður, hann vill spila og hann vill vera fyrirliði liðsins,“ sagði Koeman. "At this time of the season, his performance could be better"Ronald Koeman has sent a message to Lionel Messi ahead of their UCL game pic.twitter.com/peCOpLrbYR— Football Daily (@footballdaily) October 19, 2020 Lionel Messi er með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu deildarleikjum tímabilsins en hefur ekki komið að marki í síðustu tveimur leikjum. Barcelona hefur líka aðeins skorað eitt mark og náð í eitt stig út úr þeim. Philippe Coutinho skoraði markið á 10. mínútu í 1-1 jafntefli á móti Sevilla og hafa því Börsungar síðan ekki skorað mark í 170 mínútur. Messi sjálfur hefur nú spilað í 325 mínútur án þess að skora og eina markið hans á leiktíðinni kom úr vítaspyrnu í 4-0 sigri á Villarreal í fyrstu umferð.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira