Hátt í þrjú hundruð börn í leyfi vegna Covid: „Við viljum fá þau sem fyrst í skólann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. október 2020 19:00 Skólayfirvöld í Reykjavík hafa áhyggjur af fjölda barna sem eru í leyfi frá skóla vegna kórónuveirunnar, af öðrum ástæðum en að vera í einangrun eða sóttkví. Gengið verði fastar á eftir því að börn mæti í skólann eftir vetrarfrí. Tæplega fjögur hundruð reykvísk börn á grunnskólaaldri voru í sóttkví fyrir helgi. Þá er annar hópur barna sem ekki mætir í skólann þessa dagana en 263 börn á grunnskólastigi í Reykjavík eru leyfi frá skóla vegna veirunnar. „Þegar fyrirmælin komu um herðingar fór þessum leyfisbeiðnum að fjölga. Þær fóru úr því að vera fimmtíu í byrjun október og yfir í að vera 260 núna,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðurnar geti verið margar, til dæmis hræðsla fólks við smit eða að eldra fólk eða fólk í áhættuhópi búi á heimilinu. Sækja þarf um leyfi frá skóla með formlegum hætti og rökstyðja hvers vegna óskað er eftir leyfi, enda skólaskylda í landinu. „Freldrar kvitta undir að þeir beri ábygð á námsframvindu barnanna og svo eru kennararnir okkar að vinna með þessum fjölskyldum þannig að börnin haldi takti en auðvitað viljum við fá þau sem fyrst í skólann,“ segir Helgi. Reynt sé að fylgjast með börnunum en ógerningur sé að vita hversu virk börnin eru í námi sínu. Helgi segir að hópur barna hafi ekki mætt í skólann vikum saman í vor og segir líklegt að einhver hluti þeirra sé aftur í leyfi núna. „Fyrir hvert barn sem missir úr skóla er það slæm staða en við höfum ákveðinn skilning á meðan hápunkturinn gengur yfir. En svo um leið og að við sjáum að bylgjan er að ganga niður, sem við bindum miklar vonir við að verði í næstu viku, förum við að fylgja fastar á eftir því að börnin séu að koma í skólann,“ segir Helgi og bætir við að eftir vetrarfrí muni skólastjórnar og kennarar hafa samband við foreldra og undirstrika skólaskylduna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Skólayfirvöld í Reykjavík hafa áhyggjur af fjölda barna sem eru í leyfi frá skóla vegna kórónuveirunnar, af öðrum ástæðum en að vera í einangrun eða sóttkví. Gengið verði fastar á eftir því að börn mæti í skólann eftir vetrarfrí. Tæplega fjögur hundruð reykvísk börn á grunnskólaaldri voru í sóttkví fyrir helgi. Þá er annar hópur barna sem ekki mætir í skólann þessa dagana en 263 börn á grunnskólastigi í Reykjavík eru leyfi frá skóla vegna veirunnar. „Þegar fyrirmælin komu um herðingar fór þessum leyfisbeiðnum að fjölga. Þær fóru úr því að vera fimmtíu í byrjun október og yfir í að vera 260 núna,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðurnar geti verið margar, til dæmis hræðsla fólks við smit eða að eldra fólk eða fólk í áhættuhópi búi á heimilinu. Sækja þarf um leyfi frá skóla með formlegum hætti og rökstyðja hvers vegna óskað er eftir leyfi, enda skólaskylda í landinu. „Freldrar kvitta undir að þeir beri ábygð á námsframvindu barnanna og svo eru kennararnir okkar að vinna með þessum fjölskyldum þannig að börnin haldi takti en auðvitað viljum við fá þau sem fyrst í skólann,“ segir Helgi. Reynt sé að fylgjast með börnunum en ógerningur sé að vita hversu virk börnin eru í námi sínu. Helgi segir að hópur barna hafi ekki mætt í skólann vikum saman í vor og segir líklegt að einhver hluti þeirra sé aftur í leyfi núna. „Fyrir hvert barn sem missir úr skóla er það slæm staða en við höfum ákveðinn skilning á meðan hápunkturinn gengur yfir. En svo um leið og að við sjáum að bylgjan er að ganga niður, sem við bindum miklar vonir við að verði í næstu viku, förum við að fylgja fastar á eftir því að börnin séu að koma í skólann,“ segir Helgi og bætir við að eftir vetrarfrí muni skólastjórnar og kennarar hafa samband við foreldra og undirstrika skólaskylduna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira