Innlent

Eldur í sveitabæ í Borgarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Borgarbyggðar voru slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum sendir á vettvang.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Borgarbyggðar voru slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum sendir á vettvang. Vísir/Stöð 2

Mikill eldur logar í íbúðarhúsi sveitabæjar í uppsveitum Borgarfjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Borgarbyggðar voru slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum sendir á vettvang, eftir að tilkynningin barst skömmu fyrir klukkan sex.

Slökkvistarf stendur nú yfir.

Slökkviliðið Borgarbyggðar hefur starfsstöðvar á Bifröst, Borgarnesi, Hvanneyri, Laugargerði og Reykholti. Sveitabærinn sem um ræðir er skammt frá Reykholti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×