Sundlaugar og íþróttahús lokuð á morgun Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 21:18 Svona verða allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Vísir/vilhelm Öllum sundstöðum og íþróttamiðstöðum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lokað á morgun. Þetta er gert til þess að gera starfsmönnum kleift að endurskipuleggja starfsemi með tilliti til nýrra krafna um sóttvarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Samkomubann tekur gildi um allt land nú á miðnætti og verður í gildi í fjórar vikur. Á meðan það varir þarf að tryggja með einum eða öðrum hætti að aldrei séu fleiri en hundrað manns inn í sama rými. Þetta á meðal annars við um sundstaði og íþróttamiðstöðvar. Þess fyrir utan er gert ráð fyrir því að tveggja metra fjarlægð sé alla jafna á milli einstaklinga. Erfitt að tryggja fjarlægð „Sundlaugar eiga á flestum tímum dagsins að geta uppfyllt fyrra skilyrðið en tveggja metra fjarlægð er erfitt að uppfylla í sundlaugum og í íþróttahúsum. Það er ljóst að samkvæmt þeim tilmælum sem borist hafa, mun íþróttastarf og rekstur íþróttamannvirkja riðlast á næstunni,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Nú þurfi að endurskipuleggja verkfela með tilliti til nýrra krafna ásamt því að tryggja öryggi gesta og starfsmanna. „Allir sundstaðir og íþróttamiðstöðvar verða því lokaðar mánudaginn 16. mars og dagurinn nýttur til ákvarðanatöku um framhaldið í samstarfi við viðeigandi aðila.“ Íþrótta- og sundkennsla mun riðlast Samkomubannið mun sömuleiðis ná til íþrótta- og sundkennslu á vegum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þar verða ekki hefðbundnir íþrótta- og sundtímar á meðan bannið varir þar sem viðkomandi húsnæði verður lokað fyrir kennslu. Þess í stað munu íþrótta- og sundkennarar vinna með námshópnum í heimastofu eða úti á skólalóð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. mars 2020 12:54 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Öllum sundstöðum og íþróttamiðstöðum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lokað á morgun. Þetta er gert til þess að gera starfsmönnum kleift að endurskipuleggja starfsemi með tilliti til nýrra krafna um sóttvarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Samkomubann tekur gildi um allt land nú á miðnætti og verður í gildi í fjórar vikur. Á meðan það varir þarf að tryggja með einum eða öðrum hætti að aldrei séu fleiri en hundrað manns inn í sama rými. Þetta á meðal annars við um sundstaði og íþróttamiðstöðvar. Þess fyrir utan er gert ráð fyrir því að tveggja metra fjarlægð sé alla jafna á milli einstaklinga. Erfitt að tryggja fjarlægð „Sundlaugar eiga á flestum tímum dagsins að geta uppfyllt fyrra skilyrðið en tveggja metra fjarlægð er erfitt að uppfylla í sundlaugum og í íþróttahúsum. Það er ljóst að samkvæmt þeim tilmælum sem borist hafa, mun íþróttastarf og rekstur íþróttamannvirkja riðlast á næstunni,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Nú þurfi að endurskipuleggja verkfela með tilliti til nýrra krafna ásamt því að tryggja öryggi gesta og starfsmanna. „Allir sundstaðir og íþróttamiðstöðvar verða því lokaðar mánudaginn 16. mars og dagurinn nýttur til ákvarðanatöku um framhaldið í samstarfi við viðeigandi aðila.“ Íþrótta- og sundkennsla mun riðlast Samkomubannið mun sömuleiðis ná til íþrótta- og sundkennslu á vegum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þar verða ekki hefðbundnir íþrótta- og sundtímar á meðan bannið varir þar sem viðkomandi húsnæði verður lokað fyrir kennslu. Þess í stað munu íþrótta- og sundkennarar vinna með námshópnum í heimastofu eða úti á skólalóð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. mars 2020 12:54 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25
Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 15. mars 2020 12:54
Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26
Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56