Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2020 22:32 Bandarísk F-15 orustuþota á fleygiferð í lágflugi yfir Akureyrarflugvelli í vikunni með afturbrennarann á rétt áður en hún fór í lóðrétt klifur upp í loftið yfir Pollinum. Skjáskot/Njáll Trausti Friðbertsson. Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. Myndir af fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjórtán bandarískar F-15 orustuþotur eru núna staðsettar á Keflavíkurflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hófst formlega um síðustu helgi. 267 liðsmenn flughersins fylgja herþotunum en einnig sex stórar herflutningavélar. Hér má sjá myndband frá flugæfingum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli: Fyrirfram var búið að gefa út að herflugmennirnir myndu æfa aðflug að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og það er óhætt að segja að þeir hafi birst með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar bera með sér. Eldsúlan aftan úr þotunum sýnir að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða. Meðan ákafir flugáhugamenn fögnuðu því að verða vitni að þessum flugæfingum voru aðrir nærstaddir miður hrifnir: „Ærandi þungar hljóðbylgjurnar skullu á okkur," var ein lýsingin á hávaðanum þegar Eyjafjörður nötraði. Hér má sjá myndband af fluginu yfir Akureyrarflugvelli: „Varðandi atvikið á Akureyri í vikunni virðast fyrirmæli hafa misskilist. Athugasemdum var komið á framfæri við Bandaríkjamenn og farið yfir atvikið með þeim,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort eftirmál yrðu vegna flugsins yfir Akureyri. „Flugsveitin ætlar að gæta þess að flug sem þetta endurtaki sig ekki. Einnig verða leiðbeiningar fyrir flugmenn uppfærðar til að tryggja að fyrirmælin misskiljist ekki. Málinu er því lokið,“ sagði Ásgeir. Aðflugsæfingarnar halda áfram fram í næstu viku. Auk flugæfinga sinnir flugsveitin hefðbundinni loftrýmisgæslu á eftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins við landið. Gert er ráð fyrir að flugsveitin haldi til Bretlands undir lok mánaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Bandaríkin Fréttir af flugi Akureyri Keflavíkurflugvöllur Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. Myndir af fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjórtán bandarískar F-15 orustuþotur eru núna staðsettar á Keflavíkurflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hófst formlega um síðustu helgi. 267 liðsmenn flughersins fylgja herþotunum en einnig sex stórar herflutningavélar. Hér má sjá myndband frá flugæfingum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli: Fyrirfram var búið að gefa út að herflugmennirnir myndu æfa aðflug að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og það er óhætt að segja að þeir hafi birst með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar bera með sér. Eldsúlan aftan úr þotunum sýnir að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða. Meðan ákafir flugáhugamenn fögnuðu því að verða vitni að þessum flugæfingum voru aðrir nærstaddir miður hrifnir: „Ærandi þungar hljóðbylgjurnar skullu á okkur," var ein lýsingin á hávaðanum þegar Eyjafjörður nötraði. Hér má sjá myndband af fluginu yfir Akureyrarflugvelli: „Varðandi atvikið á Akureyri í vikunni virðast fyrirmæli hafa misskilist. Athugasemdum var komið á framfæri við Bandaríkjamenn og farið yfir atvikið með þeim,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort eftirmál yrðu vegna flugsins yfir Akureyri. „Flugsveitin ætlar að gæta þess að flug sem þetta endurtaki sig ekki. Einnig verða leiðbeiningar fyrir flugmenn uppfærðar til að tryggja að fyrirmælin misskiljist ekki. Málinu er því lokið,“ sagði Ásgeir. Aðflugsæfingarnar halda áfram fram í næstu viku. Auk flugæfinga sinnir flugsveitin hefðbundinni loftrýmisgæslu á eftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins við landið. Gert er ráð fyrir að flugsveitin haldi til Bretlands undir lok mánaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Bandaríkin Fréttir af flugi Akureyri Keflavíkurflugvöllur Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04
Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels