Innlent

Eldur kom upp í tæki hjá Matfugli

Sylvía Hall skrifar
Greiðlega gekk að slökkva eldinn samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Vísir/Vilhelm

Tilkynning barst um eld í húsakynnum kjúklingabúsins Matfugls í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn og er vinnu lokið á vettvangi.

Stutt er síðan eldur kom upp í loftræstingarröri hjá Matfugli en náðu slökkviliðsmenn að drepa þann eld í fæðingu. Að sögn slökkviliðsins náðist að afstýra miklu tjóni í það skiptið.

Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir atvikin ekki tengjast með neinum hætti. Eldurinn í morgun hafi komið upp í öðru tæki og lögreglan rannsaki nú upptök eldsins.

„Þetta er eiginlega undarlegra en hitt,“ sagði Sveinn í samtali við Vísi í morgun, enda hafði tækið ekki verið í gangi í fimmtán klukkustundir. Því sé um að ræða tvö óhappatilvik á skömmum tíma og vonar hann að þau verði ekki fleiri í bili.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.