Innlent

Miklu tjóni afstýrt hjá Matfugli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins fær afhenta fjóra nýja slökkvibíla
Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins fær afhenta fjóra nýja slökkvibíla Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í loftræstingarröri hjá kjúklingabúinu Matfugli í Mosfellsbæ á tólfta tímanum. Um stórt útkall var að ræða en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu náði að drepa eldinn í fæðingu.

Slökkviliðsmenn frá stöðvunum í Mosfellsbæ og Tunguhálsi voru enn á vettvangi um klukka hálfeitt en farnir að að hugsa sér til hreyfings.

„Það er búið að afstýra miklu tjóni,“ segir slökkviliðsmaður á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, var staddur á starfstöð fyrirtækisins á Dalvík þegar Vísir náði af honum tali.

„Þetta hefur farið mun betur en hefði getað. Væntanlega þökk sé skjótu viðbragði,“ sagði Sveinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×