Stórglæsilegur ferhyrndur hrútur á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2020 19:31 Höfðingi, sem er stórglæsilega ferhyrndur hrútur á Akranesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hæfir hrútnum Höfðingja vel að heita Höfðingi því hann er mikill Höfðingi heima að sækja enda mjög gæfur og með risa horn, sem vekja mikla athygli. Höfðingi, sem er ferhyrndur býr á Akranesi. Höfðingi býr í fjárhúsahverfinu á Akranesi þar sem nokkrir tómstunda bændur eru með kindurnar sínar. Hann unir sér vel innan um kindurnar, sem Elín Jónasdóttir á en dóttir hennar, Emelía Elín og barnabörnin hjálpa henni mikið með féð. Höfðingi er þriggja vetra, mjög gæfur og alltaf kurteis við kindurnar og þá sem að heimsækja hann. „Hann er mjög fallega hyrndur og bara og sjaldan sem maður sér eins hreinlegan ferhyrndan hrút,“ segir Elín. Elín Jónasdóttir á Akranesi á Höfðingja og er mjög stolt og ánægð með hann, ekki síst hvað hann er fallega ferhyrndur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höfðingi vekur athygli allra, sem sjá hann. „Já, það hafa margir mjög mikinn áhuga á að taka myndir af honum og það er voðalega gaman að sjá myndir af honum hér á Akranes síðunni,“ segir Emelía Elín, sem segir að Höfðingi verið notaður á eitthvað af kindunum yfir fengitímann núna í desember. Emelía Elín og börnin hennarm þau Elín Björk Hafþórsdóttir og Benedikt Frans Hafþórsson, ásamt Höfðingja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Emelía segir að þær mægður séu með 27 kindur og þetta sé mjög gefandi áhugamál. „Þetta er rosalega skemmtilegt og líka mjög gefandi fyrir börnin til að læra á lífið, þau allavega vita að kjötið kemur ekki bara úr búðinni.“ Kollótt kind og Höfðingi með sín fjögur horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ætlar Emelía að gera eitthvað með hornin af Höfðingja þegar þar að kemur? „Já,, hann fer upp á vegg í stofunni, ég er búin að fá tilboð í hausinn á honum fyrir sjötíu þúsund krónur, hann verður sem sagt stoppaður upp þegar hans tími kemur og verður settur upp á veggheima hjá mér hér á Akranesi,“ segir Emelía Elín. Höfðingi og Emelía Elín ná mjög vel saman enda heimsækir hún hann daglega í fjárhúsið og gefur honum knús.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Landbúnaður Dýr Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Það hæfir hrútnum Höfðingja vel að heita Höfðingi því hann er mikill Höfðingi heima að sækja enda mjög gæfur og með risa horn, sem vekja mikla athygli. Höfðingi, sem er ferhyrndur býr á Akranesi. Höfðingi býr í fjárhúsahverfinu á Akranesi þar sem nokkrir tómstunda bændur eru með kindurnar sínar. Hann unir sér vel innan um kindurnar, sem Elín Jónasdóttir á en dóttir hennar, Emelía Elín og barnabörnin hjálpa henni mikið með féð. Höfðingi er þriggja vetra, mjög gæfur og alltaf kurteis við kindurnar og þá sem að heimsækja hann. „Hann er mjög fallega hyrndur og bara og sjaldan sem maður sér eins hreinlegan ferhyrndan hrút,“ segir Elín. Elín Jónasdóttir á Akranesi á Höfðingja og er mjög stolt og ánægð með hann, ekki síst hvað hann er fallega ferhyrndur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höfðingi vekur athygli allra, sem sjá hann. „Já, það hafa margir mjög mikinn áhuga á að taka myndir af honum og það er voðalega gaman að sjá myndir af honum hér á Akranes síðunni,“ segir Emelía Elín, sem segir að Höfðingi verið notaður á eitthvað af kindunum yfir fengitímann núna í desember. Emelía Elín og börnin hennarm þau Elín Björk Hafþórsdóttir og Benedikt Frans Hafþórsson, ásamt Höfðingja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Emelía segir að þær mægður séu með 27 kindur og þetta sé mjög gefandi áhugamál. „Þetta er rosalega skemmtilegt og líka mjög gefandi fyrir börnin til að læra á lífið, þau allavega vita að kjötið kemur ekki bara úr búðinni.“ Kollótt kind og Höfðingi með sín fjögur horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ætlar Emelía að gera eitthvað með hornin af Höfðingja þegar þar að kemur? „Já,, hann fer upp á vegg í stofunni, ég er búin að fá tilboð í hausinn á honum fyrir sjötíu þúsund krónur, hann verður sem sagt stoppaður upp þegar hans tími kemur og verður settur upp á veggheima hjá mér hér á Akranesi,“ segir Emelía Elín. Höfðingi og Emelía Elín ná mjög vel saman enda heimsækir hún hann daglega í fjárhúsið og gefur honum knús.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Landbúnaður Dýr Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira