Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 15:50 Veiðistofninn verður mældur aftur í janúar og febrúar á næsta ári og þá verður ráðgjöfin endurskoðuð. Getty/Craig F. Walker Hafrannsóknarstofnun Íslands leggur til að engar loðnuveiðar verði á þessari vertíð, þriðja árið í röð. Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. Bergmálsmælingar voru framkvæmdar á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávarskipinu Erosi frá 7. september til 5. október. Í tilkynningu á vef Hafró segir að hafís hafi komið niður á rannsóknum á norðanverðu rannsóknarsvæðinu og því gæti magn kynþroska loðnu hafa verið vanmetið. Bláa línan táknar leiðangurslínur Árna Friðrikssonar og sú græna Eros.Vísir/Hafrannsóknastofnun Eins og áður segir var heildarmagnið sem mældist rúmlega milljón tonn. Þar af var metin stærð veiðistofns fyrir núverandi vertíð um 344 þúsund tonn. Um 734 þúsund tonn hafi verið ókynþroska. Miðað við gildandi aflareglur eigi að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar í mars 2021. „Tekur aflareglan tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk afráns þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. Í samræmi við ofangreinda aflareglu leggur Hafrannsóknastofnun til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021 þar sem framreikningar á stærð hrygningarstofnsins við hrygningu ná ekki þessum mörkum.“ Veiðistofninn verður mældur aftur í janúar og febrúar á næsta ári og þá verður ráðgjöfin endurskoðuð. Sjávarútvegur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun Íslands leggur til að engar loðnuveiðar verði á þessari vertíð, þriðja árið í röð. Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. Bergmálsmælingar voru framkvæmdar á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávarskipinu Erosi frá 7. september til 5. október. Í tilkynningu á vef Hafró segir að hafís hafi komið niður á rannsóknum á norðanverðu rannsóknarsvæðinu og því gæti magn kynþroska loðnu hafa verið vanmetið. Bláa línan táknar leiðangurslínur Árna Friðrikssonar og sú græna Eros.Vísir/Hafrannsóknastofnun Eins og áður segir var heildarmagnið sem mældist rúmlega milljón tonn. Þar af var metin stærð veiðistofns fyrir núverandi vertíð um 344 þúsund tonn. Um 734 þúsund tonn hafi verið ókynþroska. Miðað við gildandi aflareglur eigi að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar í mars 2021. „Tekur aflareglan tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk afráns þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. Í samræmi við ofangreinda aflareglu leggur Hafrannsóknastofnun til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021 þar sem framreikningar á stærð hrygningarstofnsins við hrygningu ná ekki þessum mörkum.“ Veiðistofninn verður mældur aftur í janúar og febrúar á næsta ári og þá verður ráðgjöfin endurskoðuð.
Sjávarútvegur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira