Segja Ísland eftirbát í stuðningi við listamenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 12:20 Bubbi Morthens hefur komið fram og lýst þeim erfiðleikum sem listafólk stendur frammi fyrir. Vísir/Friðrik Þór Fjórir af hverjum fimm listamönnum segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur helmings þeirra hafa minnkað um meira en helming á milli ár og um tæplega fimmtungu um 75–100%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM sem framkvæmdi könnun meðal listamanna. „Tekjur meirihluta svarenda eru nú undir framfærsluviðmiði og um helmingur þeirra segist eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði séu óaðgengileg og nýtist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjárhagslega við bakið á listamönnum með sértækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á meðal,“ segir í tilkynningu BHM. BHM gerði tvær rafrænar kannanir í september og október sem náðu til samtals um 1.700 listamanna innan aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), Bandalags háskólamanna og fjölmargra hagsmunasamtaka í tónlistargeiranum. Könnunin tók til breiðs hóps listamanna í sviðslistum, tónlist, kvikmyndagerð, ritlist og myndlist. Að auki var horft til stoðgreina, t.d. tækniþjónustu sem tengist viðburðahaldi. Mikill tekjusamdráttur og fjárhagsáhyggjur Um 80% svarenda sögðu að tekjur sínar hefðu dregist saman milli áranna 2019 og 2020 en hlutfallið er aðeins mismunandi eftir listgreinum, svo sem sjá má á myndinni hér að neðan. Um helmingur svarenda sagði heildartekjur sínar hafa minnkað um meira en 50% og um 18% sögðu tekjurnar hafa minnkað um 75–100%. Flestir svarendur byggja tekjuöflun sína á samsettri vinnu, blöndu af eigin rekstri og launuðu starfi. Að meðaltali má rekja um helming heildartekna svarenda til sjálfstæðrar vinnu. Svarendur sem aðallega voru sjálfstætt starfandi á tímabilinu höfðu meiri fjárhagsáhyggjur en þeir sem fyrst og fremst voru launþegar. Nefna má að 90–100% tónlistarmanna sem aðallega voru sjálfstætt starfandi árið 2019 sögðu að tekjur þeirra hefðu dregist saman á árinu 2020. Innan þessa hóps sögðu á bilinu 75–80% að tekjusamdrátturinn hefði verið meiri en 50% og þriðjungur sagði tekjur hafa hrunið að öllu leyti. Tekjufall oftast vegna afbókana eða uppsagnar samnings Um 82% svarenda sögðu ástæðu tekjufalls vera afbókanir eða uppsögn verktakasamnings vegna samkomutakmarkana og annarra sóttvarnarráðstafana. Um 7% sögðu ástæðuna vera uppsögn úr launuðu starfi. Rúmlega helmingur svarenda sagðist myndu eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Staðan er sérstaklega slæm meðal þeirra tónlistarmanna sem fyrst og fremst eru sjálfstætt starfandi en um 75–85% þeirra sögðust ekki myndu geta staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Um 67% svarenda hafa sótt um atvinnuleysisbætur eða segjast munu gera það. Staðan er misslæm eftir því hvernig staðið er að tekjuöflun en tveir af hverjum þremur sjálfstætt starfandi sögðust myndu þurfa að leita á náðir stjórnvalda. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði nýtist illa og séu óaðgengileg þessum hópi. Til dæmis má nefna að 60% svarenda sem eru sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti sögðust aðeins hafa aðeins fengið hluta bóta greiddan eða verið synjað um þau bótaúrræði sem sótt var um. Samsett form tekjuöflunar, miklar tekjusveiflur og óhefðbundin rekstrarform í greininni virðast illa aðlöguð að hefðbundnum vinnumarkaðsúrræðum. Er Ísland eftirbátur annarra landa? BHM bendir á að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) komi fram það mat stofnunarinnar að listgreinar séu berskjaldaðri en aðrar atvinnugreinar fyrir áhrifum kórónuveirukreppunnar. Beinir stofnunin þeim tilmælum til aðildarríkja að sjá til þess að vinnumarkaðsúrræði séu aðlöguð að sérþörfum hópsins í meiri mæli en nú er. Að mati stofnunarinnar eru núverandi vinnumarkaðsúrræði og bótakerfi m.a. illa aðlöguð að samsettri tekjuöflun hópsins. „Fjölmörg ríki innan OECD hafa gripið til þess ráðs að skilgreina sértækar aðgerðir í þágu listamanna á árinu 2020 en Ísland er ekki á þeim lista. Til dæmis má nefna að 25 –28 lönd innan OECD hafa veitt styrki til einstaklinga og/eða fyrirtækja á sviði lista- og menningartengdrar starfsemi.“ Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Fjórir af hverjum fimm listamönnum segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur helmings þeirra hafa minnkað um meira en helming á milli ár og um tæplega fimmtungu um 75–100%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM sem framkvæmdi könnun meðal listamanna. „Tekjur meirihluta svarenda eru nú undir framfærsluviðmiði og um helmingur þeirra segist eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði séu óaðgengileg og nýtist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjárhagslega við bakið á listamönnum með sértækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á meðal,“ segir í tilkynningu BHM. BHM gerði tvær rafrænar kannanir í september og október sem náðu til samtals um 1.700 listamanna innan aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), Bandalags háskólamanna og fjölmargra hagsmunasamtaka í tónlistargeiranum. Könnunin tók til breiðs hóps listamanna í sviðslistum, tónlist, kvikmyndagerð, ritlist og myndlist. Að auki var horft til stoðgreina, t.d. tækniþjónustu sem tengist viðburðahaldi. Mikill tekjusamdráttur og fjárhagsáhyggjur Um 80% svarenda sögðu að tekjur sínar hefðu dregist saman milli áranna 2019 og 2020 en hlutfallið er aðeins mismunandi eftir listgreinum, svo sem sjá má á myndinni hér að neðan. Um helmingur svarenda sagði heildartekjur sínar hafa minnkað um meira en 50% og um 18% sögðu tekjurnar hafa minnkað um 75–100%. Flestir svarendur byggja tekjuöflun sína á samsettri vinnu, blöndu af eigin rekstri og launuðu starfi. Að meðaltali má rekja um helming heildartekna svarenda til sjálfstæðrar vinnu. Svarendur sem aðallega voru sjálfstætt starfandi á tímabilinu höfðu meiri fjárhagsáhyggjur en þeir sem fyrst og fremst voru launþegar. Nefna má að 90–100% tónlistarmanna sem aðallega voru sjálfstætt starfandi árið 2019 sögðu að tekjur þeirra hefðu dregist saman á árinu 2020. Innan þessa hóps sögðu á bilinu 75–80% að tekjusamdrátturinn hefði verið meiri en 50% og þriðjungur sagði tekjur hafa hrunið að öllu leyti. Tekjufall oftast vegna afbókana eða uppsagnar samnings Um 82% svarenda sögðu ástæðu tekjufalls vera afbókanir eða uppsögn verktakasamnings vegna samkomutakmarkana og annarra sóttvarnarráðstafana. Um 7% sögðu ástæðuna vera uppsögn úr launuðu starfi. Rúmlega helmingur svarenda sagðist myndu eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Staðan er sérstaklega slæm meðal þeirra tónlistarmanna sem fyrst og fremst eru sjálfstætt starfandi en um 75–85% þeirra sögðust ekki myndu geta staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Um 67% svarenda hafa sótt um atvinnuleysisbætur eða segjast munu gera það. Staðan er misslæm eftir því hvernig staðið er að tekjuöflun en tveir af hverjum þremur sjálfstætt starfandi sögðust myndu þurfa að leita á náðir stjórnvalda. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði nýtist illa og séu óaðgengileg þessum hópi. Til dæmis má nefna að 60% svarenda sem eru sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti sögðust aðeins hafa aðeins fengið hluta bóta greiddan eða verið synjað um þau bótaúrræði sem sótt var um. Samsett form tekjuöflunar, miklar tekjusveiflur og óhefðbundin rekstrarform í greininni virðast illa aðlöguð að hefðbundnum vinnumarkaðsúrræðum. Er Ísland eftirbátur annarra landa? BHM bendir á að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) komi fram það mat stofnunarinnar að listgreinar séu berskjaldaðri en aðrar atvinnugreinar fyrir áhrifum kórónuveirukreppunnar. Beinir stofnunin þeim tilmælum til aðildarríkja að sjá til þess að vinnumarkaðsúrræði séu aðlöguð að sérþörfum hópsins í meiri mæli en nú er. Að mati stofnunarinnar eru núverandi vinnumarkaðsúrræði og bótakerfi m.a. illa aðlöguð að samsettri tekjuöflun hópsins. „Fjölmörg ríki innan OECD hafa gripið til þess ráðs að skilgreina sértækar aðgerðir í þágu listamanna á árinu 2020 en Ísland er ekki á þeim lista. Til dæmis má nefna að 25 –28 lönd innan OECD hafa veitt styrki til einstaklinga og/eða fyrirtækja á sviði lista- og menningartengdrar starfsemi.“
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels