Segja Ísland eftirbát í stuðningi við listamenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 12:20 Bubbi Morthens hefur komið fram og lýst þeim erfiðleikum sem listafólk stendur frammi fyrir. Vísir/Friðrik Þór Fjórir af hverjum fimm listamönnum segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur helmings þeirra hafa minnkað um meira en helming á milli ár og um tæplega fimmtungu um 75–100%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM sem framkvæmdi könnun meðal listamanna. „Tekjur meirihluta svarenda eru nú undir framfærsluviðmiði og um helmingur þeirra segist eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði séu óaðgengileg og nýtist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjárhagslega við bakið á listamönnum með sértækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á meðal,“ segir í tilkynningu BHM. BHM gerði tvær rafrænar kannanir í september og október sem náðu til samtals um 1.700 listamanna innan aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), Bandalags háskólamanna og fjölmargra hagsmunasamtaka í tónlistargeiranum. Könnunin tók til breiðs hóps listamanna í sviðslistum, tónlist, kvikmyndagerð, ritlist og myndlist. Að auki var horft til stoðgreina, t.d. tækniþjónustu sem tengist viðburðahaldi. Mikill tekjusamdráttur og fjárhagsáhyggjur Um 80% svarenda sögðu að tekjur sínar hefðu dregist saman milli áranna 2019 og 2020 en hlutfallið er aðeins mismunandi eftir listgreinum, svo sem sjá má á myndinni hér að neðan. Um helmingur svarenda sagði heildartekjur sínar hafa minnkað um meira en 50% og um 18% sögðu tekjurnar hafa minnkað um 75–100%. Flestir svarendur byggja tekjuöflun sína á samsettri vinnu, blöndu af eigin rekstri og launuðu starfi. Að meðaltali má rekja um helming heildartekna svarenda til sjálfstæðrar vinnu. Svarendur sem aðallega voru sjálfstætt starfandi á tímabilinu höfðu meiri fjárhagsáhyggjur en þeir sem fyrst og fremst voru launþegar. Nefna má að 90–100% tónlistarmanna sem aðallega voru sjálfstætt starfandi árið 2019 sögðu að tekjur þeirra hefðu dregist saman á árinu 2020. Innan þessa hóps sögðu á bilinu 75–80% að tekjusamdrátturinn hefði verið meiri en 50% og þriðjungur sagði tekjur hafa hrunið að öllu leyti. Tekjufall oftast vegna afbókana eða uppsagnar samnings Um 82% svarenda sögðu ástæðu tekjufalls vera afbókanir eða uppsögn verktakasamnings vegna samkomutakmarkana og annarra sóttvarnarráðstafana. Um 7% sögðu ástæðuna vera uppsögn úr launuðu starfi. Rúmlega helmingur svarenda sagðist myndu eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Staðan er sérstaklega slæm meðal þeirra tónlistarmanna sem fyrst og fremst eru sjálfstætt starfandi en um 75–85% þeirra sögðust ekki myndu geta staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Um 67% svarenda hafa sótt um atvinnuleysisbætur eða segjast munu gera það. Staðan er misslæm eftir því hvernig staðið er að tekjuöflun en tveir af hverjum þremur sjálfstætt starfandi sögðust myndu þurfa að leita á náðir stjórnvalda. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði nýtist illa og séu óaðgengileg þessum hópi. Til dæmis má nefna að 60% svarenda sem eru sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti sögðust aðeins hafa aðeins fengið hluta bóta greiddan eða verið synjað um þau bótaúrræði sem sótt var um. Samsett form tekjuöflunar, miklar tekjusveiflur og óhefðbundin rekstrarform í greininni virðast illa aðlöguð að hefðbundnum vinnumarkaðsúrræðum. Er Ísland eftirbátur annarra landa? BHM bendir á að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) komi fram það mat stofnunarinnar að listgreinar séu berskjaldaðri en aðrar atvinnugreinar fyrir áhrifum kórónuveirukreppunnar. Beinir stofnunin þeim tilmælum til aðildarríkja að sjá til þess að vinnumarkaðsúrræði séu aðlöguð að sérþörfum hópsins í meiri mæli en nú er. Að mati stofnunarinnar eru núverandi vinnumarkaðsúrræði og bótakerfi m.a. illa aðlöguð að samsettri tekjuöflun hópsins. „Fjölmörg ríki innan OECD hafa gripið til þess ráðs að skilgreina sértækar aðgerðir í þágu listamanna á árinu 2020 en Ísland er ekki á þeim lista. Til dæmis má nefna að 25 –28 lönd innan OECD hafa veitt styrki til einstaklinga og/eða fyrirtækja á sviði lista- og menningartengdrar starfsemi.“ Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Fjórir af hverjum fimm listamönnum segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur helmings þeirra hafa minnkað um meira en helming á milli ár og um tæplega fimmtungu um 75–100%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM sem framkvæmdi könnun meðal listamanna. „Tekjur meirihluta svarenda eru nú undir framfærsluviðmiði og um helmingur þeirra segist eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði séu óaðgengileg og nýtist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjárhagslega við bakið á listamönnum með sértækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á meðal,“ segir í tilkynningu BHM. BHM gerði tvær rafrænar kannanir í september og október sem náðu til samtals um 1.700 listamanna innan aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), Bandalags háskólamanna og fjölmargra hagsmunasamtaka í tónlistargeiranum. Könnunin tók til breiðs hóps listamanna í sviðslistum, tónlist, kvikmyndagerð, ritlist og myndlist. Að auki var horft til stoðgreina, t.d. tækniþjónustu sem tengist viðburðahaldi. Mikill tekjusamdráttur og fjárhagsáhyggjur Um 80% svarenda sögðu að tekjur sínar hefðu dregist saman milli áranna 2019 og 2020 en hlutfallið er aðeins mismunandi eftir listgreinum, svo sem sjá má á myndinni hér að neðan. Um helmingur svarenda sagði heildartekjur sínar hafa minnkað um meira en 50% og um 18% sögðu tekjurnar hafa minnkað um 75–100%. Flestir svarendur byggja tekjuöflun sína á samsettri vinnu, blöndu af eigin rekstri og launuðu starfi. Að meðaltali má rekja um helming heildartekna svarenda til sjálfstæðrar vinnu. Svarendur sem aðallega voru sjálfstætt starfandi á tímabilinu höfðu meiri fjárhagsáhyggjur en þeir sem fyrst og fremst voru launþegar. Nefna má að 90–100% tónlistarmanna sem aðallega voru sjálfstætt starfandi árið 2019 sögðu að tekjur þeirra hefðu dregist saman á árinu 2020. Innan þessa hóps sögðu á bilinu 75–80% að tekjusamdrátturinn hefði verið meiri en 50% og þriðjungur sagði tekjur hafa hrunið að öllu leyti. Tekjufall oftast vegna afbókana eða uppsagnar samnings Um 82% svarenda sögðu ástæðu tekjufalls vera afbókanir eða uppsögn verktakasamnings vegna samkomutakmarkana og annarra sóttvarnarráðstafana. Um 7% sögðu ástæðuna vera uppsögn úr launuðu starfi. Rúmlega helmingur svarenda sagðist myndu eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Staðan er sérstaklega slæm meðal þeirra tónlistarmanna sem fyrst og fremst eru sjálfstætt starfandi en um 75–85% þeirra sögðust ekki myndu geta staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Um 67% svarenda hafa sótt um atvinnuleysisbætur eða segjast munu gera það. Staðan er misslæm eftir því hvernig staðið er að tekjuöflun en tveir af hverjum þremur sjálfstætt starfandi sögðust myndu þurfa að leita á náðir stjórnvalda. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði nýtist illa og séu óaðgengileg þessum hópi. Til dæmis má nefna að 60% svarenda sem eru sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti sögðust aðeins hafa aðeins fengið hluta bóta greiddan eða verið synjað um þau bótaúrræði sem sótt var um. Samsett form tekjuöflunar, miklar tekjusveiflur og óhefðbundin rekstrarform í greininni virðast illa aðlöguð að hefðbundnum vinnumarkaðsúrræðum. Er Ísland eftirbátur annarra landa? BHM bendir á að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) komi fram það mat stofnunarinnar að listgreinar séu berskjaldaðri en aðrar atvinnugreinar fyrir áhrifum kórónuveirukreppunnar. Beinir stofnunin þeim tilmælum til aðildarríkja að sjá til þess að vinnumarkaðsúrræði séu aðlöguð að sérþörfum hópsins í meiri mæli en nú er. Að mati stofnunarinnar eru núverandi vinnumarkaðsúrræði og bótakerfi m.a. illa aðlöguð að samsettri tekjuöflun hópsins. „Fjölmörg ríki innan OECD hafa gripið til þess ráðs að skilgreina sértækar aðgerðir í þágu listamanna á árinu 2020 en Ísland er ekki á þeim lista. Til dæmis má nefna að 25 –28 lönd innan OECD hafa veitt styrki til einstaklinga og/eða fyrirtækja á sviði lista- og menningartengdrar starfsemi.“
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira