Innlent

Í gæslu­varð­hald grunaðir um frelsis­sviptingu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mennirnir voru fluttir í fangelsið á Hólmsheiði í gær.
Mennirnir voru fluttir í fangelsið á Hólmsheiði í gær. Vísir/Vilhelm

Tveir karlmenn voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október að kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Greint er frá málinu í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þar kemur fram að mennirnir tveir hafi verið handteknir á þriðjudag af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar.

Í gærkvöldi voru mennirnir fluttir með aðstoð ríkislögreglustjóra í fangelsið á Hólmsheiði. Rannsóknin er enn á frumstigi að sögn lögreglu sem telur sér ekki fært að tjá sig frekar um málið.

Tveir karlmenn voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október að kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Friday, October 16, 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×