Innlent

Ofur­ölvi maður til vand­ræða í verslun í Breið­holti

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum útköllum í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum útköllum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum útköllum í gærkvöldi og nótt.

Í Breiðholti var tilkynnt um ofurölvi mann í sem var til vandræða í verslun, en ítrekað var búið að tilkynna um manninn þar sem hann var óvelkominn inni á stigagöngum fjölbýlishúsa.

Hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu, var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Er hann grunaður um vörslu fíkniefna.

Um kvöldmatarleytið fór lögregla inn á veitingahús í Breiðholti þar sem grunur er um brot á sóttvarnareglum og reglum um samkomutakmarkanir. Lögreglan skrifaði skýrslu um málið, en að öðru leyti er ekki upplýst um það.

Í tilkynningu lögreglu segir að ekki virðist hafa tekist að hafa hendur í hári þjófs sem fór inn á heimili í Vesturbænum þaðan sem hann stal tölvu og fleiri verðmætum.

Í miðbæ Reykjavíkur var óprúttinn hins vegar handtekinn eftir að hafa farið inn á veitingahús og stolið áfengisflöskum. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×