„Færum geðið inn í ljósið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2020 11:39 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann vill forgangsraða geðrækt á öllum sviðum lífsins. Grípa þurfi inn í líf fólks mun fyrr. Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. Átakið kallast 39 en talan vísar til þess fjölda sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Átakinu er í fyrsta lagi ætlað að afhelga töluna, ef ég get komist svo að orði, af því talan hefur verið svo mikið tabú og feimnismál á Íslandi. Fólk deyr. Það fellur fyrir eigin hendi á Íslandi og hefur gert um árabil og í rauninni svo lengi sem við höfum verið hér á jörðinni. Það aðgreinir okkur frá öðrum.“ Geðhjálp vill líka varpa ljósi á orsakaþætti geðheilbrigðis og grípa inn í líf fólks mun fyrr. „Við þurfum að setja fókusinn á geðheilbrigðismál frá fæðingu og út allt lífið. Við erum mjög föst sem samfélag í að hugsa um hvernig við getum leyst málin þegar vandinn er orðinn mjög mikill. Við viljum setja fókusinn á það hvernig við getum komið í veg fyrir að vandinn verði mikill.“ Grímur segir að nú á kórónuveirutímum upplifi langflestir kvíða, einsemd og depurð vegna veirunnar skæðu og sóttvarnaráðstafana. Fólk með geðrænar áskoranir upplifi slíkt nánast daglega í venjulegu árferði. Því þurfi að nýta augnablikið og forgangsraða geðhjálp og geðrækt á öllum sviðum. „Hættum að láta geðið vera í skugganum af því við skiljum það ekki eða áttum okkur ekki á því. Færum geðið inn í ljósið og leyfum því að vera því við erum öll með geð og svo erum við öll með geðheilsu. Geðheilsan er líklega mikilvægasti þátturinn í því hvernig við erum sem manneskjur og þess vegna er svo mikilvægt að setja hana fremst; geðrækt í skólum - geðrækt í lífinu,“ segir Grímur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218 Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. Átakið kallast 39 en talan vísar til þess fjölda sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Átakinu er í fyrsta lagi ætlað að afhelga töluna, ef ég get komist svo að orði, af því talan hefur verið svo mikið tabú og feimnismál á Íslandi. Fólk deyr. Það fellur fyrir eigin hendi á Íslandi og hefur gert um árabil og í rauninni svo lengi sem við höfum verið hér á jörðinni. Það aðgreinir okkur frá öðrum.“ Geðhjálp vill líka varpa ljósi á orsakaþætti geðheilbrigðis og grípa inn í líf fólks mun fyrr. „Við þurfum að setja fókusinn á geðheilbrigðismál frá fæðingu og út allt lífið. Við erum mjög föst sem samfélag í að hugsa um hvernig við getum leyst málin þegar vandinn er orðinn mjög mikill. Við viljum setja fókusinn á það hvernig við getum komið í veg fyrir að vandinn verði mikill.“ Grímur segir að nú á kórónuveirutímum upplifi langflestir kvíða, einsemd og depurð vegna veirunnar skæðu og sóttvarnaráðstafana. Fólk með geðrænar áskoranir upplifi slíkt nánast daglega í venjulegu árferði. Því þurfi að nýta augnablikið og forgangsraða geðhjálp og geðrækt á öllum sviðum. „Hættum að láta geðið vera í skugganum af því við skiljum það ekki eða áttum okkur ekki á því. Færum geðið inn í ljósið og leyfum því að vera því við erum öll með geð og svo erum við öll með geðheilsu. Geðheilsan er líklega mikilvægasti þátturinn í því hvernig við erum sem manneskjur og þess vegna er svo mikilvægt að setja hana fremst; geðrækt í skólum - geðrækt í lífinu,“ segir Grímur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira