531 smitaður í þremur stærstu hópsýkingunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 10:59 Tvær af þremur stærstu hópsýkingunum má rekja til skemmtanahalds. Vísir/vilhelm Á sjötta hundrað hafa greinst með kórónuveiruna í þremur stærstu hópsýkingum faraldursins. Stærsta sýkingin tengist Hnefaleikafélagi Kópavogs en hinar tvær skemmtanahaldi. Þá hefur tekist að rekja að minnsta kosti tíu aðrar hópsýkingar sem hver og ein telur 30 til 50 manns. Yfir fimmtán hundruð hafa greinst með veiruna í þriðju bylgju faraldursins sem miðað er við að hafi hafist um miðjan september. Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að af þeim sem greinst hafa í seinni bylgjunni hafa 1.120 sýkst af veiru af sömu gerð, veiru sem nefnd hefur verið „bláa veiran“. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að stærstu hópsýkingar, sem rekja mætti til líkamsræktarstöðvar og skemmtistaða, í þessari bylgju faraldursins teldu nú einhver hundruð manns. Kom af stað fimm minni hópsýkingum Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis að stærsta hópsýkingin telji 235 einstaklinga. Sýkingin er rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs en þar greindust 55 með veiruna, líkt og RÚV greindi frá í gær. Veiran hafi síðan dreift sér áfram til 180 annarra og komið af stað að minnsta kosti fimm minni hópsýkingum. Þær tengjast meðal annars skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Mjög einföld skýringarmynd af einni hópsýkingunni. Myndin segir ekkert til um í hvaða röð einstaklingar greinast heldur sýnir aðeins tengsl á milli smita. Næststærsta hópsýkingin telur 219 einstaklinga en hún tengist skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þar smituðust að minnsta kosti 45 á sama tíma og hefur veiran svo breiðst áfram til 174 annarra. Út frá þessu smiti hafa farið af stað fimm minni hópsýkingar, meðal annars í skólum og leikskólum. Þriðja stærsta hópsýkingin er frá því í lok sumars. Þar voru 77 smit rakin saman tengd skemmtanahaldi. Þar greindust 16 einstaklingar með veiruna á sama stað og tíma, sem leiddi til smita hjá rúmlega 50 öðrum. Þar á meðal greindust einstaklingar á leikskólum og sjúkrastofnun. Rakning hefur einnig leitt í ljós að minnsta kosti 10 aðrar sýkingar þar sem 30-50 einstaklingar hafa smitast. Tengjast þær nær alltaf stöðum þar sem margir koma saman, t.d. skemmtistöðum, veitingastöðum, skólum, líkamsræktarstöðvum o.s.frv. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Á sjötta hundrað hafa greinst með kórónuveiruna í þremur stærstu hópsýkingum faraldursins. Stærsta sýkingin tengist Hnefaleikafélagi Kópavogs en hinar tvær skemmtanahaldi. Þá hefur tekist að rekja að minnsta kosti tíu aðrar hópsýkingar sem hver og ein telur 30 til 50 manns. Yfir fimmtán hundruð hafa greinst með veiruna í þriðju bylgju faraldursins sem miðað er við að hafi hafist um miðjan september. Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að af þeim sem greinst hafa í seinni bylgjunni hafa 1.120 sýkst af veiru af sömu gerð, veiru sem nefnd hefur verið „bláa veiran“. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að stærstu hópsýkingar, sem rekja mætti til líkamsræktarstöðvar og skemmtistaða, í þessari bylgju faraldursins teldu nú einhver hundruð manns. Kom af stað fimm minni hópsýkingum Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis að stærsta hópsýkingin telji 235 einstaklinga. Sýkingin er rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs en þar greindust 55 með veiruna, líkt og RÚV greindi frá í gær. Veiran hafi síðan dreift sér áfram til 180 annarra og komið af stað að minnsta kosti fimm minni hópsýkingum. Þær tengjast meðal annars skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Mjög einföld skýringarmynd af einni hópsýkingunni. Myndin segir ekkert til um í hvaða röð einstaklingar greinast heldur sýnir aðeins tengsl á milli smita. Næststærsta hópsýkingin telur 219 einstaklinga en hún tengist skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þar smituðust að minnsta kosti 45 á sama tíma og hefur veiran svo breiðst áfram til 174 annarra. Út frá þessu smiti hafa farið af stað fimm minni hópsýkingar, meðal annars í skólum og leikskólum. Þriðja stærsta hópsýkingin er frá því í lok sumars. Þar voru 77 smit rakin saman tengd skemmtanahaldi. Þar greindust 16 einstaklingar með veiruna á sama stað og tíma, sem leiddi til smita hjá rúmlega 50 öðrum. Þar á meðal greindust einstaklingar á leikskólum og sjúkrastofnun. Rakning hefur einnig leitt í ljós að minnsta kosti 10 aðrar sýkingar þar sem 30-50 einstaklingar hafa smitast. Tengjast þær nær alltaf stöðum þar sem margir koma saman, t.d. skemmtistöðum, veitingastöðum, skólum, líkamsræktarstöðvum o.s.frv.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira