531 smitaður í þremur stærstu hópsýkingunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 10:59 Tvær af þremur stærstu hópsýkingunum má rekja til skemmtanahalds. Vísir/vilhelm Á sjötta hundrað hafa greinst með kórónuveiruna í þremur stærstu hópsýkingum faraldursins. Stærsta sýkingin tengist Hnefaleikafélagi Kópavogs en hinar tvær skemmtanahaldi. Þá hefur tekist að rekja að minnsta kosti tíu aðrar hópsýkingar sem hver og ein telur 30 til 50 manns. Yfir fimmtán hundruð hafa greinst með veiruna í þriðju bylgju faraldursins sem miðað er við að hafi hafist um miðjan september. Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að af þeim sem greinst hafa í seinni bylgjunni hafa 1.120 sýkst af veiru af sömu gerð, veiru sem nefnd hefur verið „bláa veiran“. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að stærstu hópsýkingar, sem rekja mætti til líkamsræktarstöðvar og skemmtistaða, í þessari bylgju faraldursins teldu nú einhver hundruð manns. Kom af stað fimm minni hópsýkingum Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis að stærsta hópsýkingin telji 235 einstaklinga. Sýkingin er rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs en þar greindust 55 með veiruna, líkt og RÚV greindi frá í gær. Veiran hafi síðan dreift sér áfram til 180 annarra og komið af stað að minnsta kosti fimm minni hópsýkingum. Þær tengjast meðal annars skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Mjög einföld skýringarmynd af einni hópsýkingunni. Myndin segir ekkert til um í hvaða röð einstaklingar greinast heldur sýnir aðeins tengsl á milli smita. Næststærsta hópsýkingin telur 219 einstaklinga en hún tengist skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þar smituðust að minnsta kosti 45 á sama tíma og hefur veiran svo breiðst áfram til 174 annarra. Út frá þessu smiti hafa farið af stað fimm minni hópsýkingar, meðal annars í skólum og leikskólum. Þriðja stærsta hópsýkingin er frá því í lok sumars. Þar voru 77 smit rakin saman tengd skemmtanahaldi. Þar greindust 16 einstaklingar með veiruna á sama stað og tíma, sem leiddi til smita hjá rúmlega 50 öðrum. Þar á meðal greindust einstaklingar á leikskólum og sjúkrastofnun. Rakning hefur einnig leitt í ljós að minnsta kosti 10 aðrar sýkingar þar sem 30-50 einstaklingar hafa smitast. Tengjast þær nær alltaf stöðum þar sem margir koma saman, t.d. skemmtistöðum, veitingastöðum, skólum, líkamsræktarstöðvum o.s.frv. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Á sjötta hundrað hafa greinst með kórónuveiruna í þremur stærstu hópsýkingum faraldursins. Stærsta sýkingin tengist Hnefaleikafélagi Kópavogs en hinar tvær skemmtanahaldi. Þá hefur tekist að rekja að minnsta kosti tíu aðrar hópsýkingar sem hver og ein telur 30 til 50 manns. Yfir fimmtán hundruð hafa greinst með veiruna í þriðju bylgju faraldursins sem miðað er við að hafi hafist um miðjan september. Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að af þeim sem greinst hafa í seinni bylgjunni hafa 1.120 sýkst af veiru af sömu gerð, veiru sem nefnd hefur verið „bláa veiran“. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að stærstu hópsýkingar, sem rekja mætti til líkamsræktarstöðvar og skemmtistaða, í þessari bylgju faraldursins teldu nú einhver hundruð manns. Kom af stað fimm minni hópsýkingum Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis að stærsta hópsýkingin telji 235 einstaklinga. Sýkingin er rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs en þar greindust 55 með veiruna, líkt og RÚV greindi frá í gær. Veiran hafi síðan dreift sér áfram til 180 annarra og komið af stað að minnsta kosti fimm minni hópsýkingum. Þær tengjast meðal annars skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Mjög einföld skýringarmynd af einni hópsýkingunni. Myndin segir ekkert til um í hvaða röð einstaklingar greinast heldur sýnir aðeins tengsl á milli smita. Næststærsta hópsýkingin telur 219 einstaklinga en hún tengist skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þar smituðust að minnsta kosti 45 á sama tíma og hefur veiran svo breiðst áfram til 174 annarra. Út frá þessu smiti hafa farið af stað fimm minni hópsýkingar, meðal annars í skólum og leikskólum. Þriðja stærsta hópsýkingin er frá því í lok sumars. Þar voru 77 smit rakin saman tengd skemmtanahaldi. Þar greindust 16 einstaklingar með veiruna á sama stað og tíma, sem leiddi til smita hjá rúmlega 50 öðrum. Þar á meðal greindust einstaklingar á leikskólum og sjúkrastofnun. Rakning hefur einnig leitt í ljós að minnsta kosti 10 aðrar sýkingar þar sem 30-50 einstaklingar hafa smitast. Tengjast þær nær alltaf stöðum þar sem margir koma saman, t.d. skemmtistöðum, veitingastöðum, skólum, líkamsræktarstöðvum o.s.frv.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira