531 smitaður í þremur stærstu hópsýkingunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 10:59 Tvær af þremur stærstu hópsýkingunum má rekja til skemmtanahalds. Vísir/vilhelm Á sjötta hundrað hafa greinst með kórónuveiruna í þremur stærstu hópsýkingum faraldursins. Stærsta sýkingin tengist Hnefaleikafélagi Kópavogs en hinar tvær skemmtanahaldi. Þá hefur tekist að rekja að minnsta kosti tíu aðrar hópsýkingar sem hver og ein telur 30 til 50 manns. Yfir fimmtán hundruð hafa greinst með veiruna í þriðju bylgju faraldursins sem miðað er við að hafi hafist um miðjan september. Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að af þeim sem greinst hafa í seinni bylgjunni hafa 1.120 sýkst af veiru af sömu gerð, veiru sem nefnd hefur verið „bláa veiran“. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að stærstu hópsýkingar, sem rekja mætti til líkamsræktarstöðvar og skemmtistaða, í þessari bylgju faraldursins teldu nú einhver hundruð manns. Kom af stað fimm minni hópsýkingum Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis að stærsta hópsýkingin telji 235 einstaklinga. Sýkingin er rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs en þar greindust 55 með veiruna, líkt og RÚV greindi frá í gær. Veiran hafi síðan dreift sér áfram til 180 annarra og komið af stað að minnsta kosti fimm minni hópsýkingum. Þær tengjast meðal annars skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Mjög einföld skýringarmynd af einni hópsýkingunni. Myndin segir ekkert til um í hvaða röð einstaklingar greinast heldur sýnir aðeins tengsl á milli smita. Næststærsta hópsýkingin telur 219 einstaklinga en hún tengist skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þar smituðust að minnsta kosti 45 á sama tíma og hefur veiran svo breiðst áfram til 174 annarra. Út frá þessu smiti hafa farið af stað fimm minni hópsýkingar, meðal annars í skólum og leikskólum. Þriðja stærsta hópsýkingin er frá því í lok sumars. Þar voru 77 smit rakin saman tengd skemmtanahaldi. Þar greindust 16 einstaklingar með veiruna á sama stað og tíma, sem leiddi til smita hjá rúmlega 50 öðrum. Þar á meðal greindust einstaklingar á leikskólum og sjúkrastofnun. Rakning hefur einnig leitt í ljós að minnsta kosti 10 aðrar sýkingar þar sem 30-50 einstaklingar hafa smitast. Tengjast þær nær alltaf stöðum þar sem margir koma saman, t.d. skemmtistöðum, veitingastöðum, skólum, líkamsræktarstöðvum o.s.frv. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Á sjötta hundrað hafa greinst með kórónuveiruna í þremur stærstu hópsýkingum faraldursins. Stærsta sýkingin tengist Hnefaleikafélagi Kópavogs en hinar tvær skemmtanahaldi. Þá hefur tekist að rekja að minnsta kosti tíu aðrar hópsýkingar sem hver og ein telur 30 til 50 manns. Yfir fimmtán hundruð hafa greinst með veiruna í þriðju bylgju faraldursins sem miðað er við að hafi hafist um miðjan september. Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að af þeim sem greinst hafa í seinni bylgjunni hafa 1.120 sýkst af veiru af sömu gerð, veiru sem nefnd hefur verið „bláa veiran“. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að stærstu hópsýkingar, sem rekja mætti til líkamsræktarstöðvar og skemmtistaða, í þessari bylgju faraldursins teldu nú einhver hundruð manns. Kom af stað fimm minni hópsýkingum Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis að stærsta hópsýkingin telji 235 einstaklinga. Sýkingin er rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs en þar greindust 55 með veiruna, líkt og RÚV greindi frá í gær. Veiran hafi síðan dreift sér áfram til 180 annarra og komið af stað að minnsta kosti fimm minni hópsýkingum. Þær tengjast meðal annars skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Mjög einföld skýringarmynd af einni hópsýkingunni. Myndin segir ekkert til um í hvaða röð einstaklingar greinast heldur sýnir aðeins tengsl á milli smita. Næststærsta hópsýkingin telur 219 einstaklinga en hún tengist skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þar smituðust að minnsta kosti 45 á sama tíma og hefur veiran svo breiðst áfram til 174 annarra. Út frá þessu smiti hafa farið af stað fimm minni hópsýkingar, meðal annars í skólum og leikskólum. Þriðja stærsta hópsýkingin er frá því í lok sumars. Þar voru 77 smit rakin saman tengd skemmtanahaldi. Þar greindust 16 einstaklingar með veiruna á sama stað og tíma, sem leiddi til smita hjá rúmlega 50 öðrum. Þar á meðal greindust einstaklingar á leikskólum og sjúkrastofnun. Rakning hefur einnig leitt í ljós að minnsta kosti 10 aðrar sýkingar þar sem 30-50 einstaklingar hafa smitast. Tengjast þær nær alltaf stöðum þar sem margir koma saman, t.d. skemmtistöðum, veitingastöðum, skólum, líkamsræktarstöðvum o.s.frv.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira