Albert í hlutverki Gylfa og fékk hrós frá sérfræðingunum: Látið Albert fá boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 14:01 Albert Guðmundsson á ferðinni í leiknum á móti Belgíu í gær. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson fékk stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í leiknum á móti Belgíu og hann fékk líka mikið hrós eftir leikinn frá þeim Bjarna Guðjónssyni og Davíð Þór Viðarssyni. Í uppgjöri á leik Íslands og Belgíu á Stöð 2 Sport þá fóru þeir Bjarni og Davíð Þór vel yfir frammistöðu Alberts í leiknum og hvað hann gerði vel. „Hann var frábær og ég hefði bara viljað fá meira af honum á boltanum. Miðað við það hvernig leikurinn þróaðist þá hefði Albert átt að fá meira af boltanum á síðasta þriðjungum. Skilaboðin í hálfleik áttu að vera látið Albert fá boltann á síðasta þriðjungnum,“ sagði Bjarni Guðjónsson og hélt áfram: „Hann er klókur og kemur líkamanum á milli boltans og varnarmannsins sem er á móti honum. Hann hélt boltanum vel og hér hleypur hann aftur fyrir vörnina og skynjar plássið sem var var fyrir aftan. Albert leysir ofboðslega vel úr þeim stöðum sem hann fær,“ sagði Bjarni en um leið voru sýndar sóknir þar sem Albert var að gera mjög góða hluti. „Það er svo gott fyrir okkur að geta fundið mann í fæturna og spilað aðeins boltanum. Hann má vera mjög ánægður með leikinn sinn því hann lagði sig líka fram varnarlega og hljóp og barðist með liðsfélögunum sínum,“ sagði Bjarni. „Það má að einhverju leyti segja það að hann hafi komið inn í það hlutverk sem Gylfi Sigurðsson er með hjá þessu landsliði. Hann skilar því mjög vel í þessum leik eins og við erum búnir að vera að tala um. Ég kallaði eftir því fyrir leikinn að hann myndi sýna alvöru frammistöðu til að sýna að hann ætti heima þarna. Hann gerði það klárlega,“ sagði Davíð Þór en bætti við: „Í framhaldinu vildi maður sjá hann verða ennþá hættulegri og að hann gæti oftar komið sér í stöður þar sem hann gæti látið vaða á markið eða búið til eitthvað meira. Út á vellinum var hann bara frábær og sá leikmaður sem heillaði mig mest,“ sagði Davíð Þór Viðarsson um Albert Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá sérfræðingana tala um frammistöðu Alberts Guðmundssonar á móti Belgum. Klippa: Sérfræðingarnir ánægðir með Albert Guðmundsson Þjóðadeild UEFA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira
Albert Guðmundsson fékk stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í leiknum á móti Belgíu og hann fékk líka mikið hrós eftir leikinn frá þeim Bjarna Guðjónssyni og Davíð Þór Viðarssyni. Í uppgjöri á leik Íslands og Belgíu á Stöð 2 Sport þá fóru þeir Bjarni og Davíð Þór vel yfir frammistöðu Alberts í leiknum og hvað hann gerði vel. „Hann var frábær og ég hefði bara viljað fá meira af honum á boltanum. Miðað við það hvernig leikurinn þróaðist þá hefði Albert átt að fá meira af boltanum á síðasta þriðjungum. Skilaboðin í hálfleik áttu að vera látið Albert fá boltann á síðasta þriðjungnum,“ sagði Bjarni Guðjónsson og hélt áfram: „Hann er klókur og kemur líkamanum á milli boltans og varnarmannsins sem er á móti honum. Hann hélt boltanum vel og hér hleypur hann aftur fyrir vörnina og skynjar plássið sem var var fyrir aftan. Albert leysir ofboðslega vel úr þeim stöðum sem hann fær,“ sagði Bjarni en um leið voru sýndar sóknir þar sem Albert var að gera mjög góða hluti. „Það er svo gott fyrir okkur að geta fundið mann í fæturna og spilað aðeins boltanum. Hann má vera mjög ánægður með leikinn sinn því hann lagði sig líka fram varnarlega og hljóp og barðist með liðsfélögunum sínum,“ sagði Bjarni. „Það má að einhverju leyti segja það að hann hafi komið inn í það hlutverk sem Gylfi Sigurðsson er með hjá þessu landsliði. Hann skilar því mjög vel í þessum leik eins og við erum búnir að vera að tala um. Ég kallaði eftir því fyrir leikinn að hann myndi sýna alvöru frammistöðu til að sýna að hann ætti heima þarna. Hann gerði það klárlega,“ sagði Davíð Þór en bætti við: „Í framhaldinu vildi maður sjá hann verða ennþá hættulegri og að hann gæti oftar komið sér í stöður þar sem hann gæti látið vaða á markið eða búið til eitthvað meira. Út á vellinum var hann bara frábær og sá leikmaður sem heillaði mig mest,“ sagði Davíð Þór Viðarsson um Albert Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá sérfræðingana tala um frammistöðu Alberts Guðmundssonar á móti Belgum. Klippa: Sérfræðingarnir ánægðir með Albert Guðmundsson
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira