Innlent

Minnst 235 smit rakin til Hnefa­leika­fé­lagsins

Sylvía Hall skrifar
Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs.
Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs. Facebook/Hnefaleikafélag Kópavogs

Í það minnsta 235 smit hafa verið rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs eftir að smit kom upp þar í byrjun mánaðar og er það stærsta hópsýking sem hefur komið upp frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Fyrsta smitið greindist þann 1. október en fimm dögum síðar voru smit tengd félaginu orðin á sjötta tug.

Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Þar kom fram að 55 höfðu smitast á stöðinni en að minnsta kosti fimm hópsýkingar hefðu orðið í kjölfar smita tengdum Hnefaleikafélaginu.

Rúnar Svavarsson, formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, ræddi hópsýkinguna í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum. Hann sagði félagið hafa lagt áherslu á góð samskipti við iðkendur og almannavarnir, en stjórnendur félagsins þóttu hafa tekið afar vel á málum eftir að fyrsta smitið greindist.

„Það versta við þetta, þegar kemur upp svona hópsýking, þá leita menn að einhverjum blóraböggli. Það er það sem manni hefur fundist svolítið slæmt í þessu. Þetta er að dreifast út um allt,“ sagði Rúnar um smitin.

Þá kom fram í fréttum RÚV að næst stærsta hópsýkingin tengdist skemmtistað í miðbænum. Þar hefðu minnst 45 smitast á staðnum og smituðust 174 af þeim. Allt í allt hefðu því 219 smitast út frá skemmtistaðnum.


Tengdar fréttir

Smitin tengjast nánast öllu mögulegu

Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.