Topplið heimslista FIFA hefur aldrei áður spilað á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 14:00 Olivier Giroud tryggir Frökkum 1-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í fyrra. Getty/Jan Hetfleisch Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið bæði ríkjandi og nýkrýnda heimsmeistara í heimsókn í Laugardalinn en í kvöld taka íslensku strákarnir hins vegar í fyrsta sinn á móti efsta liði heimsmeistara FIFA á Laugardalsvelli. Frakkar hafa tvisvar komið í Laugardalinn sem ríkjandi heimsmeistarar en í hvorugt skipti þá voru þeir í efsta sæti heimslistans. Belgar fóru síðan á topp heimslistans eftir sigur sinn á Laugardalsvellinum haustið 2018. Hollendingar komu síðan í Laugardalinn sumarið 2009 þegar þeir voru í öðru sæti heimslistans. Belgar mæta í Laugardalinn í kvöld en þeir hafa verið í efsta sæti heimslistans síðan í septembermánuði 2018. Did you know that Belgium has been first in the FIFA ranking since 2018? Thanks to our fantastic Red Devils! Keep it that way! pic.twitter.com/1bkaKgvI9N— BelPhenomenal (@BelPhenomenal) September 23, 2019 Íslenska landsliðið hefur mætt efsta landsliði heimslistans áður á útivelli eða alls þrisvar sinnum. Fyrsti leikurinn var á útivelli á móti Brasilíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins 1994 en Ronaldo skoraði þá í sínum fyrsta landsleik í 3-0 sigri Brassa. Íslensku strákarnir hafa líka tvisvar mætt Belgum á útivelli síðan belgíska liðið komst í efsta sæti heimslistans. Frakkar spiluðu sinn fyrsta mótsleik eftir heimsmeistaratitilinn 1998 þegar þeir spiluðu við íslenska landsliðið í byrjun september 1998 eða aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir 3-0 sigur sinn á Brasilíu í úrslitaleik HM. Ríkharður Daðason kom íslenska liðinu í 1-0 með skalla eftir skógarhlaup markvarðarins litríka Fabien Barthez en Frakkar náðu að jafna og tryggja sér eitt stig. Frakkar voru þarna enn í öðru sæti heimslistans á eftir Brasilíumönnum þrátt fyrir heimsmeistaratitilinn. Þeir komust ekki í efsta sætið fyrr en að þeir voru líka búnir að bæta Evrópumeistaratitlinum við sumarið 2000. Frakkar voru líka ríkjandi heimsmeistarar þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn 11. október í fyrra. Frakkar unnu þá nauman 1-0 sigur. Frakkar höfðu þá þegar misst efsta sæti heimslistans til Belga sem höfðu verið í öðru sæti heimslistans þegar þær mættu til Íslands mánuði fyrr. Svíar voru líka nálægt toppi heimslistans þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinni haustið 1994 þá nýbúnir að vinna brons á HM í Bandaríkjunum. Sænska liðið var þá í þriðja sæti heimslistans og vann þá 1-0 sigur á íslenska liðinu með marki Klas Ingesson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið bæði ríkjandi og nýkrýnda heimsmeistara í heimsókn í Laugardalinn en í kvöld taka íslensku strákarnir hins vegar í fyrsta sinn á móti efsta liði heimsmeistara FIFA á Laugardalsvelli. Frakkar hafa tvisvar komið í Laugardalinn sem ríkjandi heimsmeistarar en í hvorugt skipti þá voru þeir í efsta sæti heimslistans. Belgar fóru síðan á topp heimslistans eftir sigur sinn á Laugardalsvellinum haustið 2018. Hollendingar komu síðan í Laugardalinn sumarið 2009 þegar þeir voru í öðru sæti heimslistans. Belgar mæta í Laugardalinn í kvöld en þeir hafa verið í efsta sæti heimslistans síðan í septembermánuði 2018. Did you know that Belgium has been first in the FIFA ranking since 2018? Thanks to our fantastic Red Devils! Keep it that way! pic.twitter.com/1bkaKgvI9N— BelPhenomenal (@BelPhenomenal) September 23, 2019 Íslenska landsliðið hefur mætt efsta landsliði heimslistans áður á útivelli eða alls þrisvar sinnum. Fyrsti leikurinn var á útivelli á móti Brasilíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins 1994 en Ronaldo skoraði þá í sínum fyrsta landsleik í 3-0 sigri Brassa. Íslensku strákarnir hafa líka tvisvar mætt Belgum á útivelli síðan belgíska liðið komst í efsta sæti heimslistans. Frakkar spiluðu sinn fyrsta mótsleik eftir heimsmeistaratitilinn 1998 þegar þeir spiluðu við íslenska landsliðið í byrjun september 1998 eða aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir 3-0 sigur sinn á Brasilíu í úrslitaleik HM. Ríkharður Daðason kom íslenska liðinu í 1-0 með skalla eftir skógarhlaup markvarðarins litríka Fabien Barthez en Frakkar náðu að jafna og tryggja sér eitt stig. Frakkar voru þarna enn í öðru sæti heimslistans á eftir Brasilíumönnum þrátt fyrir heimsmeistaratitilinn. Þeir komust ekki í efsta sætið fyrr en að þeir voru líka búnir að bæta Evrópumeistaratitlinum við sumarið 2000. Frakkar voru líka ríkjandi heimsmeistarar þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn 11. október í fyrra. Frakkar unnu þá nauman 1-0 sigur. Frakkar höfðu þá þegar misst efsta sæti heimslistans til Belga sem höfðu verið í öðru sæti heimslistans þegar þær mættu til Íslands mánuði fyrr. Svíar voru líka nálægt toppi heimslistans þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinni haustið 1994 þá nýbúnir að vinna brons á HM í Bandaríkjunum. Sænska liðið var þá í þriðja sæti heimslistans og vann þá 1-0 sigur á íslenska liðinu með marki Klas Ingesson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998
Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira