Ökutæki mögulega á ferðinni við vettvang þegar eldurinn var hvað mestur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 10:16 Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn brunans. Vísir/vilhelm Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. Þá telur sjónarvottur að bifreið hafi verið ekið við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur og óskar lögregla eftir upplýsingum frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Karlmaður lést í brunanum sem varð í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að um klukkan 23:30 var reynt að tilkynna Neyðarlínu um eld sem gæti mögulega verið í bíl eða húsi í landi Torfastaða. „Tilkynnanda var gefið samband frá Neyðarlínu til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu en þar virðist, að hans sögn, hafa hringt út,“ segir í tilkynningu lögreglu. Fleiri hafa nú haft samband við lögreglu með upplýsingar um málið. Tímasetning brunans liggur nú fyrir og því óskar lögregla sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi og þar í grennd á tímabilinu frá því um klukkan 22 og til miðnættis á föstudagskvöldið. Þá er sá sem hringdi í Neyðarlínu sagður hafa talað sérstaklega um mögulega umferð ökutækis við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur. Lögregla óskar eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Upplýsingum má koma til lögreglu í síma 444-2000, á Facebook eða í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gat ekki veitt aðrar upplýsingar um málið nú á ellefta tímanum en að það væri í rannsókn. Sá hluti málsins er snýr að tilkynningu til Neyðarlínu er á borði embættis ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. Þá telur sjónarvottur að bifreið hafi verið ekið við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur og óskar lögregla eftir upplýsingum frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Karlmaður lést í brunanum sem varð í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að um klukkan 23:30 var reynt að tilkynna Neyðarlínu um eld sem gæti mögulega verið í bíl eða húsi í landi Torfastaða. „Tilkynnanda var gefið samband frá Neyðarlínu til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu en þar virðist, að hans sögn, hafa hringt út,“ segir í tilkynningu lögreglu. Fleiri hafa nú haft samband við lögreglu með upplýsingar um málið. Tímasetning brunans liggur nú fyrir og því óskar lögregla sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi og þar í grennd á tímabilinu frá því um klukkan 22 og til miðnættis á föstudagskvöldið. Þá er sá sem hringdi í Neyðarlínu sagður hafa talað sérstaklega um mögulega umferð ökutækis við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur. Lögregla óskar eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Upplýsingum má koma til lögreglu í síma 444-2000, á Facebook eða í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gat ekki veitt aðrar upplýsingar um málið nú á ellefta tímanum en að það væri í rannsókn. Sá hluti málsins er snýr að tilkynningu til Neyðarlínu er á borði embættis ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20
Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46
Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58