Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2020 06:20 Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar. Önnur tilkynning barst hins vegar lögreglu daginn eftir, um klukkan hálftvö á laugardag, en þá var bíllinn mikið brunninn og illa útleikinn. Rannsókn leiddi í ljós að líkamsleifar karlmanns á fertugsaldri voru í bílnum. Greint er frá málinu á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir við blaðið að ábendingin hafi ekki ratað inn á borð lögreglu á föstudagskvöld. Skoðað verði hvernig standi á því. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að það hafi verið sumarhúsaeigendur í Grafningi sem hringdu á Neyðarlínuna á föstudagskvöld þar sem þeir töldu sig sjá eld hinu megin Sogsins. Starfsmaður Neyðarlínunnar hafi vísað þeim áfram á lögregluna en þar hafi hringt út. Rannsókn lögreglu á eldsvoðanum stendur yfir en í frétt Morgunblaðsins segir að lögreglan verjist á meðan allra frétta af málinu. Þannig fáist til að mynda ekki upplýsingar um hvort grunur leiki á a kveikt hafi verið í bílnum eða hvenær talið er að eldurinn hafi kviknað. Í tilkynningu lögreglu vegna eldsvoðans bað lögreglan á Suðurlandi alla þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum aðfaranótt laugardags og fram eftir laugardegi eða búa yfir upplýsingum sem þeir telja að kunni að skipta máli við rannsóknina að hafa samband í síma 444-2000, á facebook eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglan Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar. Önnur tilkynning barst hins vegar lögreglu daginn eftir, um klukkan hálftvö á laugardag, en þá var bíllinn mikið brunninn og illa útleikinn. Rannsókn leiddi í ljós að líkamsleifar karlmanns á fertugsaldri voru í bílnum. Greint er frá málinu á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir við blaðið að ábendingin hafi ekki ratað inn á borð lögreglu á föstudagskvöld. Skoðað verði hvernig standi á því. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að það hafi verið sumarhúsaeigendur í Grafningi sem hringdu á Neyðarlínuna á föstudagskvöld þar sem þeir töldu sig sjá eld hinu megin Sogsins. Starfsmaður Neyðarlínunnar hafi vísað þeim áfram á lögregluna en þar hafi hringt út. Rannsókn lögreglu á eldsvoðanum stendur yfir en í frétt Morgunblaðsins segir að lögreglan verjist á meðan allra frétta af málinu. Þannig fáist til að mynda ekki upplýsingar um hvort grunur leiki á a kveikt hafi verið í bílnum eða hvenær talið er að eldurinn hafi kviknað. Í tilkynningu lögreglu vegna eldsvoðans bað lögreglan á Suðurlandi alla þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum aðfaranótt laugardags og fram eftir laugardegi eða búa yfir upplýsingum sem þeir telja að kunni að skipta máli við rannsóknina að hafa samband í síma 444-2000, á facebook eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglan Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira