Innlent

Rann­saka hvort ein­hver hafi verið í hús­bíl sem brann

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið með aðstoð tæknideildar frá höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið með aðstoð tæknideildar frá höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag.

Rannsóknin snýr sérstaklega að því að athuga hvort einhver hafi verið inni í bílnum þegar eldurinn kom upp, en einungis voru glæður í bílnum þegar að honum var komið. Þá var bíllinn mikið brunninn.

Í tilkynningu sem lögreglan birtir á Facebook segir að frekari upplýsinga um málið sé ekki að vænta að sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×