Innlent

Sam­komu­tak­markanir hafi gefið fólki inn­sýn í dag­legt líf þeirra sem glíma við geð­rænan vanda

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Elín Ebba Ásmundsdóttir er iðjuþjálfi.
Elín Ebba Ásmundsdóttir er iðjuþjálfi. STÖÐ2

Iðjuþjálfi segir samkomutakmarkanir hafi gefið fólki innsýn inn í daglegt líf þeirra sem glíma við geðrænan vanda. 

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víða um heim í dag. Markmið dagsins er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og sporna gegn fordómum í garð þeirra sem glíma við slíkan vanda. Þema dagsins í ár er aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu og var dagskráin rafræn þar sem hin ýmsu samtök kynntu sína starfsemi. 

Skiptir máli að tilheyra

Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, segir faraldur kórónuveirunnar geta kennt fólki hvað hafi áhrif á geðheilbrigði. Hún segir það hafa mikil áhrif á geðheilbrigði að hafa atvinnu, umgangast fólk og tilheyra.

„Þegar við lendum í einangrun eða erum í sóttkví, fáum skert athafnafrelsi og höfum ekkert val. Getum ekki notið leiklistar og tónlistar og þá finna allir núna hvað svona hlutir hafa áhrif. Þá er allt í lagi að benda fólki á það þeir sem lenda í geðheilbrigðisvanda lenda í þessu daglega. Þetta er þeirra veruleiki,“ sagði Elín Ebba.

Skoða þurfi hvað orsaki geðheilbrigðisvanda til að geta fyrirbyggt vandann. 

Hún vonast til að faraldur kórónuveirunnar fái fólk til að skilja veruleika þeirra sem glíma við geðrænan vanda.

„Fólk virðist yfir höfuð vera með gullfiskaminni en jú það verða einhverjir sem muna. Ef þú hefur upplifað eitthvað sjálfur þá áttu auðveldara með að setja þig í spor annarra. Þannig ég held að silningurinn verði betri á það hvað er mikilvægt að tilheyra og vera þáttakandi. Að það sé eitthvað hlutverk fyrir þig í lífinu, sagði Elín Ebba.

Skiptir máli hve fallið er hátt

„Þeir sem hafa verið einangraðir fyrir þeir finna ekki eins mikinn mun en þeir sem hafa verið félagslyndir þeir finna mun meiri mun.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×