Yfirvöld í Ischgl hundsuðu viðvaranir íslenskra yfirvalda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 16:00 Talið er að skíðafólk hafi smitast af kórónuveirunni í austurríska bænum Ischgl þegar í febrúar og borið hana með sér víða um lönd. Vísir/EPA Stjórnvöld í austurríska héraðinu Tíról virðast hafa hundsað viðvaranir um útbreiðslu kórónuveirunnar á skíðasvæðinu Ischgl sem bárust þeim frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Samskipti og fundargerðir eru sagðar gefa til kynna að yfirvöld í Tíról hafi gert lítið úr útbreiðslu veirunnar á svæðinu í þeirri von um að vernda orðspor Ischgl. Þetta kemur fram í frétt AFP sem hefur gögnin undir höndum og mbl.is greinir frá. Þúsundir blaðsíðna af gögnum um útbreiðsluna á svæðinu hafa verið skoðaðar af fréttamönnum AFP og eru þar á meðal tölvupóstsamskipti, skilaboð og fundargögn. Í fundargerð neyðarfundar heilbrigðisyfirvalda í Tíról eftir að smit greindist hjá barþjóni Kitsloch þann 7. mars er vitnað í Anítu Luckner-Hornischer embættismann, sem segir: „Við megum líklega vænta margra smita sem tengjast barnum.“ Í fréttatilkynningu sem yfirvöld í Tíról sendu frá sér nokkrum klukkustundum síðar er allt annað hljóð. Þar segir að ólíklegt þyki, frá læknisfræðilegu sjónarhorni, að gestir barsins hafi smitast, og er þar haft eftir hinum sama embættismanni og taldi líklegt að gestir barsins myndu smitast, henni Luckner-Hornischer. Hlustuðu frekar á íslenska ferðamenn en heilbrigðisyfirvöld Tveir Íslendingar sem dvalið höfðu í Ischgl lýstu því yfir, eftir að þeir greindust með veiruna, að þeir teldu sig mögulega hafa smitast í flugvélinni á leið heim. Fram kemur í gögnum AFP að yfirvöld í Ischgl hafi frekar tekið mark á frásögn íslensku ferðamannanna tveggja en aðvörunum íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Gögn sem renna stoðum undir það er tölvupóstur sem sendur var af héraðsstjóranum Markus Maass til embættismanns í Tíról þar sem hann segir mikilvægt að efasemdir ferðamannanna um uppruna smitsins komi fram. Með því væri hægt að koma Ischgl „úr eldlínunni.“ Þá var fréttatilkynning frá Tíról um málið titluð: „Íslenskir gestir í Tíról smituðust líklega af kórónuveirunni í flugi á leið sinni heim.“ Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Stjórnvöld í austurríska héraðinu Tíról virðast hafa hundsað viðvaranir um útbreiðslu kórónuveirunnar á skíðasvæðinu Ischgl sem bárust þeim frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Samskipti og fundargerðir eru sagðar gefa til kynna að yfirvöld í Tíról hafi gert lítið úr útbreiðslu veirunnar á svæðinu í þeirri von um að vernda orðspor Ischgl. Þetta kemur fram í frétt AFP sem hefur gögnin undir höndum og mbl.is greinir frá. Þúsundir blaðsíðna af gögnum um útbreiðsluna á svæðinu hafa verið skoðaðar af fréttamönnum AFP og eru þar á meðal tölvupóstsamskipti, skilaboð og fundargögn. Í fundargerð neyðarfundar heilbrigðisyfirvalda í Tíról eftir að smit greindist hjá barþjóni Kitsloch þann 7. mars er vitnað í Anítu Luckner-Hornischer embættismann, sem segir: „Við megum líklega vænta margra smita sem tengjast barnum.“ Í fréttatilkynningu sem yfirvöld í Tíról sendu frá sér nokkrum klukkustundum síðar er allt annað hljóð. Þar segir að ólíklegt þyki, frá læknisfræðilegu sjónarhorni, að gestir barsins hafi smitast, og er þar haft eftir hinum sama embættismanni og taldi líklegt að gestir barsins myndu smitast, henni Luckner-Hornischer. Hlustuðu frekar á íslenska ferðamenn en heilbrigðisyfirvöld Tveir Íslendingar sem dvalið höfðu í Ischgl lýstu því yfir, eftir að þeir greindust með veiruna, að þeir teldu sig mögulega hafa smitast í flugvélinni á leið heim. Fram kemur í gögnum AFP að yfirvöld í Ischgl hafi frekar tekið mark á frásögn íslensku ferðamannanna tveggja en aðvörunum íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Gögn sem renna stoðum undir það er tölvupóstur sem sendur var af héraðsstjóranum Markus Maass til embættismanns í Tíról þar sem hann segir mikilvægt að efasemdir ferðamannanna um uppruna smitsins komi fram. Með því væri hægt að koma Ischgl „úr eldlínunni.“ Þá var fréttatilkynning frá Tíról um málið titluð: „Íslenskir gestir í Tíról smituðust líklega af kórónuveirunni í flugi á leið sinni heim.“
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30
Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent