Erlent

Hjarta­að­gerð Noregs­konungs gekk vel

Atli Ísleifsson skrifar
Haraldur Noregskonungur.
Haraldur Noregskonungur. Norska konungshöllin

Hjartaaðgerð sem Haraldur Noregskonungur gekkst undir í morgun gekk vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norsku konungshöllinni.

„Ástand konungs er gott,“ segir í yfirlýsingunni.

Í aðgerðinni var skipt um hjartaloku sem konungur fékk ígrædda árið 2005, en læknir sagði nauðsynlegt að framkvæma aðgerð á konungi til að laga mætti öndun hans.

Haraldur hefur verið nokkuð fjarverandi að undanförnu og þurft að afboða sig á ýmsa viðburði vegna veikinda.

I dag ble Kong Harald hjerteklaffoperert ved Rikshospitalet. Operasjonen var vellykket, og Kongens tilstand er...

Posted by Kongehuset on Friday, 9 October 2020

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×