Lífið

Tíu ára saga Instagram sem fór á flug eftir fyrstu mynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Instagram er einn vinsælasti samfélagsmiðilinn og hefur verið það í tíu ár. 
Instagram er einn vinsælasti samfélagsmiðilinn og hefur verið það í tíu ár. 

Þann 6. október árið 2010 birtist fyrsta myndin á Instagram og var myndin af hundi sem var í eigu stofnandi fyrirtækisins, Kevin Systrom.

Instagram sló strax í gegn og hefur samfélagsmiðilinn þróast og tekið miklum breytingum á þessum áratugi.

Reuters fer ítarlega yfir sögu miðilsins í færslu á Twitter. Í desember sama ár höfðu ein milljón manns skráð sig á Instagram og á einu ári var talan komin upp í tíu milljónir.

Árið 2012 borgaði Facebook 1 milljarð dollara fyrir fyrirtækið eða því sem samsvarar 138,5 milljarða íslenskra króna. Í dag eru notendur Instagram einn milljarður.

Til að byrja með var aðeins hægt að hlaða upp fallegum myndum og setja yfir þá nokkra filtera. Fljótlega fór fólk að nota miðilinn fyrir ákveðin málefni og síðan fóru stjörnurnar að taka yfir.

Heimsþekktir einstaklingar fá margar milljónir greiddar fyrir hverja einustu mynd þar sem þær eru að kynna ákveðnar vöru. Kim Kardashian fékk til að mynda 500.000 dollara fyrir hverja mynd strax árið 2015.

Með Instagram má í raun segja að áhrifavaldurinn hafi orðið til og er það orðið að atvinnugrein í dag.

Ferðaþjónustan um heim allan hefur hagnað gríðarlega á miðlinum þar sem fólk ferðast oft á tíðum sérstaklega á áfangastaði til að ná akkúrat réttu myndinni.

Miðilinn hefur á þessum árum fengið töluverða gagnrýni fyrir það að deila falsfréttum, þar þrífist neteinelti og fleira. Nýlega tilkynnti Instagram um að fyrirtækið myndi taka í gegn eftirlit með einelti sem á sér stað á miðlinum. Samkvæmt nýlegri rannsókn fer 42% af netelti ungra barna fram á Instagram.

Hér að neðan má sjá sögu miðilsins Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×