Messi kom að sínu þúsundasta marki og tryggði Argentínu sigurinn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 07:30 Lionel Messi fagnar sigurmarki sínu með argentínska landsliðinu í nótt. AP/Agustin Marcarian Lionel Messi var enn á ný hetja argentínska landsliðsins í nótt þegar hann skoraði eina markið í sigri í fyrsta leik Argentínu í undankeppni HM 2022. Lionel Messi tryggði Argentínumönnum 1-0 sigur á Ekvador á heimavelli í undankeppni HM í nótt. Sigurmark Messi kom strax á tólftu mínútu leiksins og úr vítaspyrnu sem Lucas Ocampos, leikmaður Sevilla, fiskaði. #Eliminatorias 30' PT @Argentina 1 (Lionel Messi) #Ecuador 0 pic.twitter.com/6BmnKtzwVi— Selección Argentina (@Argentina) October 9, 2020 „Það var mikilvægt að byrja á sigri af því að við vitum hversu erfið þessi undankeppni er og allir leikir eiga eftir að vera eins erfiðir og þessi,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Við vorum að vonast eftir því að liðið spilaði betur en það er næstum því liðið eitt ár síðan við spiluðum síðast saman. Þetta var fyrsti leikurinn og stressið flækti líka hlutina,“ sagði Messi. #OJOALDATO - Con su tanto ante Ecuador, Messi llega a los MIL GOLES con participación directa (marcando o asistiendo) en su carrera profesional. Barcelona: 634 goles y 255 asistencias. Argentina: 71 goles y 40 asistencias.TOTAL: 705 goles + 295 asistencias = 1000 pic.twitter.com/OBeKZDSaJG— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 9, 2020 Markið hans var það þúsundasta sem Messi sem með beinum hætti að á ferli sínum með Barcelona og argentínska landsliðinu eins og sést á tísti frá spænska tölfræðinginum Alexis Martín-Tamayo hér fyrir ofan. Messi er kominn með 71 mark og 40 stoðsendingar fyrir argentínska landsliðið og er síðan með 634 mörk og 255 stoðsendingar fyrir Barcelona. Samtals hefur hann því skorað 705 mörk og gefið 295 stoðsendingar á ferlinum. Góðvinur Messi, Luis Suarez, skoraði fyrir Úrúgvæ í 2-1 sigri á Síle en sigurmarkið skoraði varamaðurinn Maxi Gomez í uppbótartíma leiksins. Suarez skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu sem Varsjáin gaf en Alexis Sanchez jafnaði metin fyrir Síle. HM 2022 í Katar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Lionel Messi var enn á ný hetja argentínska landsliðsins í nótt þegar hann skoraði eina markið í sigri í fyrsta leik Argentínu í undankeppni HM 2022. Lionel Messi tryggði Argentínumönnum 1-0 sigur á Ekvador á heimavelli í undankeppni HM í nótt. Sigurmark Messi kom strax á tólftu mínútu leiksins og úr vítaspyrnu sem Lucas Ocampos, leikmaður Sevilla, fiskaði. #Eliminatorias 30' PT @Argentina 1 (Lionel Messi) #Ecuador 0 pic.twitter.com/6BmnKtzwVi— Selección Argentina (@Argentina) October 9, 2020 „Það var mikilvægt að byrja á sigri af því að við vitum hversu erfið þessi undankeppni er og allir leikir eiga eftir að vera eins erfiðir og þessi,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Við vorum að vonast eftir því að liðið spilaði betur en það er næstum því liðið eitt ár síðan við spiluðum síðast saman. Þetta var fyrsti leikurinn og stressið flækti líka hlutina,“ sagði Messi. #OJOALDATO - Con su tanto ante Ecuador, Messi llega a los MIL GOLES con participación directa (marcando o asistiendo) en su carrera profesional. Barcelona: 634 goles y 255 asistencias. Argentina: 71 goles y 40 asistencias.TOTAL: 705 goles + 295 asistencias = 1000 pic.twitter.com/OBeKZDSaJG— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 9, 2020 Markið hans var það þúsundasta sem Messi sem með beinum hætti að á ferli sínum með Barcelona og argentínska landsliðinu eins og sést á tísti frá spænska tölfræðinginum Alexis Martín-Tamayo hér fyrir ofan. Messi er kominn með 71 mark og 40 stoðsendingar fyrir argentínska landsliðið og er síðan með 634 mörk og 255 stoðsendingar fyrir Barcelona. Samtals hefur hann því skorað 705 mörk og gefið 295 stoðsendingar á ferlinum. Góðvinur Messi, Luis Suarez, skoraði fyrir Úrúgvæ í 2-1 sigri á Síle en sigurmarkið skoraði varamaðurinn Maxi Gomez í uppbótartíma leiksins. Suarez skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu sem Varsjáin gaf en Alexis Sanchez jafnaði metin fyrir Síle.
HM 2022 í Katar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira