Óttast aðra hrinu heimilisofbeldismála og hvetur fólk til að vera á varðbergi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2020 20:01 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, segir að vegna meira álags á heimilinum geti orðið stigmögnun í ofbeldissamböndum. Teymisstjóri Bjarkarhlíðar óttast að nú fari aftur af stað hrina heimilisofbeldismála í tengslum við þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hún hvetur almenning til að vera á varðbergi. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi eykst á tímum heimsfaraldurs og á það við hér á landi eins og fram hefur komið í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Yfir 700 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í ár og hafa aldrei verið fleiri. Teymisstjóri óttast að nú fari aftur af stað hrina heimilisofbeldismála. „Ég er ansi hrædd það og það sem við höfum til að byggja á sýnir það og við verðum bara að vera undirbúin,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Í byrjun fyrstu bylgju faraldursins hafi verið lítið að gera hjá Bjarkarhlíð en svo hafi orðið sprenging í maí. Ragna segir merki um að það sama sé að gerast núna. „Við erum að sjá fólk svolítið bakka, fara bara inn. Þetta eykur á einangrun þeirra sem eru kannski nú þegar í einangrun og hafa geta notað vinnuna og vini til að rjúfa hana. Við sjáum þetta sem vopn í höndum þeirra sem beita ofbeldi því einangrun er einn partur af andlegu ofbeldi,“ segir Ragna. Vegna faraldursins bíður Bjarkarhlíð einungis upp á símaviðtöl en fólk í ofbeldissambandi á stundum erfitt með að ræða málin í síma. „Við fáum stundum svör um að það séu allir heima, það eru allir að vinna heima núna og þá vitum við það er ekki góður tími,“ segir Ragna. Vegna meira álags á heimilum geti orðið stigmögnun í ofbeldissamböndum. „Það getur orðið oftar. Kannski var ein sprengja á mánuði en nú er það kannski á hverjum degi, og kannski alvarlegra,“ segir Ragna. Heimilisofbeldi sé ekki einkamál fólks og mikilvægt að almenningur sé á varðbergi þessa dagana. „Þannig ef fólk er vitni af eða heyrir átök. Ég veit það er erfitt að tilkynna en það skiptir bara öllu máli að láta vita,“ segir Ragna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Teymisstjóri Bjarkarhlíðar óttast að nú fari aftur af stað hrina heimilisofbeldismála í tengslum við þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hún hvetur almenning til að vera á varðbergi. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi eykst á tímum heimsfaraldurs og á það við hér á landi eins og fram hefur komið í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Yfir 700 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í ár og hafa aldrei verið fleiri. Teymisstjóri óttast að nú fari aftur af stað hrina heimilisofbeldismála. „Ég er ansi hrædd það og það sem við höfum til að byggja á sýnir það og við verðum bara að vera undirbúin,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Í byrjun fyrstu bylgju faraldursins hafi verið lítið að gera hjá Bjarkarhlíð en svo hafi orðið sprenging í maí. Ragna segir merki um að það sama sé að gerast núna. „Við erum að sjá fólk svolítið bakka, fara bara inn. Þetta eykur á einangrun þeirra sem eru kannski nú þegar í einangrun og hafa geta notað vinnuna og vini til að rjúfa hana. Við sjáum þetta sem vopn í höndum þeirra sem beita ofbeldi því einangrun er einn partur af andlegu ofbeldi,“ segir Ragna. Vegna faraldursins bíður Bjarkarhlíð einungis upp á símaviðtöl en fólk í ofbeldissambandi á stundum erfitt með að ræða málin í síma. „Við fáum stundum svör um að það séu allir heima, það eru allir að vinna heima núna og þá vitum við það er ekki góður tími,“ segir Ragna. Vegna meira álags á heimilum geti orðið stigmögnun í ofbeldissamböndum. „Það getur orðið oftar. Kannski var ein sprengja á mánuði en nú er það kannski á hverjum degi, og kannski alvarlegra,“ segir Ragna. Heimilisofbeldi sé ekki einkamál fólks og mikilvægt að almenningur sé á varðbergi þessa dagana. „Þannig ef fólk er vitni af eða heyrir átök. Ég veit það er erfitt að tilkynna en það skiptir bara öllu máli að láta vita,“ segir Ragna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira