Sekt vegna ummæla í hlaðvarpi: Brenni Laugardalinn ef hann fær ekki tveggja leikja bann Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 15:03 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, rýrði álit almennings á fótbolta og starfi knattspyrnuhreyfingarinnar með ummælum í hlaðvarpsþætti. Knattspyrnudeild Njarðvíkur var því sektuð um 50 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðanefndar KSÍ sem birti úrskurð sinn í dag. Nefndin fékk málið í hendurnar eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til hennar. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann er fastagestur. Í umræðum um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markmaður KR, fékk á dögunum og það hve langt leikbann hann ætti yfir höfði sér sagði Mikael: „Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Þessi ummæli leiddu til fyrrgreindrar sektar. Formaður knattspyrnudeildar Fram hafði skömmu áður gagnrýnt það að Fred, leikmaður liðsins, skyldi fá tveggja leikja bann eftir rautt spjald í leik gegn Vestra. Það útskýrir vísun Mikaels í Fram. Beitir fékk eins leiks bann en hann var rekinn af velli fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, leikmann Fylkis. Aga- og úrskurðanefnd segir að sérhvert aðildarfélag beri ábyrgð á framkomu sinna forráðamanna, og því fær 2. deildarfélag Njarðvíkur sektina. KR var sömuleiðis sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara um Ólaf Inga. KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, rýrði álit almennings á fótbolta og starfi knattspyrnuhreyfingarinnar með ummælum í hlaðvarpsþætti. Knattspyrnudeild Njarðvíkur var því sektuð um 50 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðanefndar KSÍ sem birti úrskurð sinn í dag. Nefndin fékk málið í hendurnar eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til hennar. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann er fastagestur. Í umræðum um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markmaður KR, fékk á dögunum og það hve langt leikbann hann ætti yfir höfði sér sagði Mikael: „Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Þessi ummæli leiddu til fyrrgreindrar sektar. Formaður knattspyrnudeildar Fram hafði skömmu áður gagnrýnt það að Fred, leikmaður liðsins, skyldi fá tveggja leikja bann eftir rautt spjald í leik gegn Vestra. Það útskýrir vísun Mikaels í Fram. Beitir fékk eins leiks bann en hann var rekinn af velli fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, leikmann Fylkis. Aga- og úrskurðanefnd segir að sérhvert aðildarfélag beri ábyrgð á framkomu sinna forráðamanna, og því fær 2. deildarfélag Njarðvíkur sektina. KR var sömuleiðis sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara um Ólaf Inga.
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn