Innlent

Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Foreldrar og börn voru með grímur við komuna eins og óskað var eftir.
Foreldrar og börn voru með grímur við komuna eins og óskað var eftir. Vísir/Magnús Hlynur

Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans.

Nemendur í 1. bekk mættu klukkan hálf níu í morgun en nemendur í sjö árgöngum eru skimaðir auk kennara og starfsfólks. Um er að ræða 550 börn og um fimmtíu fullorðna. Skimun mun standa fram eftir degi.

Mælst var til þess að aðeins eitt forledri fylgdi hverju barni og sú undanþága gerð að foreldrar tveggja barna mættu mæta með þau á sama tíma. Grímuskylda er við skimun og fylgdu nemendur og foreldrar þeim tilmælum í morgun eins og sjá má á myndunum að neðan sem Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar á Selfossi, tók.

Þá var lögð áhersla á að allir sem væru með einkenni ættu ekki að mæta í þessa sýnatöku heldur hringja á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fá samtal við hjúkrunarfræðing sem bókar einkennasýnatöku.

Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur

Tengdar fréttir

Selfyssingar bera smitberann á höndum sér

Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×