Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 13:16 Herdís Sigurjónsdóttir og dóttir hennar, Ásdís Magnea, urðu nærri því fyrir barðinu á innbrotsþjófi sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar. úr einkasafni/vísir/egill Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Mæðgur á Siglufirði urðu nærri fyrir barðinu á honum í nótt þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga er þær sátu og horfðu á sjónvarpið. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst á mánudag tilkynningar um mann sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Svo virðist sem að viðkomandi hafi ætlað sér að halda áfram í nótt, en fjölskylda Herdísar Sigurjónsdóttur, sem dvelur við hinn heimsfræga Laugarveg á Siglufirði þessa dagana, varð afar hissa þegar hanskaklædd hönd birtist skyndilega inn um stofugluggann skömmu eftir miðnætti í nótt. Dóttir Herdísar, Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted, var næst glugganum og kom auga á höndina fyrst, en glugginn var opinn upp á hálfa gátt. „Svo virðist hann hafa opnað gluggann alveg upp á gátt og dregur frá. Þetta gerist ofboðslega hægt og hljótt. Hún sér hann bara, hanskaklædd hönd og gríma fyrir andlitinu. Hún gargar bara og þá bara forðar hann sér út og við sjáum hann ekkert meira,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Hún telur alveg morgunljóst að viðkomandi hafi ætlað sér inn um gluggann. „Hann var búinn að opna hann alveg upp á gátt og hann hefði alveg komist inn. Það er alveg ljóst að viðkomand hafi ætlað að gera það, eins og ninja bara,“ segir Herdís. Þetta hafi verið óhugnanlega lífsreynslu, og nokkuð ljóst að sá sem ætlaði inn hafi kunnað til verka. „Þetta var það hægt að hundurinn hreyfði sig ekki einu sinni.“ Lýsing Herdísar á manninum passar við þær lýsingar sem lögregla hefur gefið, svartklæddur einstaklingur. Í samtali við fréttastofu segir Guðbrandur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni í Fjallabyggð að lögreglan sé að vinna í málinu á fullu, en ekki hafi borist fleiri tilkynningar um innbrot eða tilraun til innbrots fyrir utan þá tilraun sem hér er fjallað um. Athygli vekur að þessa dagana er verið að taka upp þriðju seríu af Ófærð á Siglufirði. Söguhetjurnar þar eru lögreglumenn og að sögn Guðbrandar er allt krökkt af lögreglubílum í bænum í tengslum við upptökurnar, og þónokkrir í gervi lögreglumanna. Það virðist þó ekki letja þann sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar undanfarnar nætur, og segir Guðbrandur að sér finnist viðkomandi nokkuð kaldur að reyna innbrot tvær nætur í röð. Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Mæðgur á Siglufirði urðu nærri fyrir barðinu á honum í nótt þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga er þær sátu og horfðu á sjónvarpið. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst á mánudag tilkynningar um mann sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Svo virðist sem að viðkomandi hafi ætlað sér að halda áfram í nótt, en fjölskylda Herdísar Sigurjónsdóttur, sem dvelur við hinn heimsfræga Laugarveg á Siglufirði þessa dagana, varð afar hissa þegar hanskaklædd hönd birtist skyndilega inn um stofugluggann skömmu eftir miðnætti í nótt. Dóttir Herdísar, Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted, var næst glugganum og kom auga á höndina fyrst, en glugginn var opinn upp á hálfa gátt. „Svo virðist hann hafa opnað gluggann alveg upp á gátt og dregur frá. Þetta gerist ofboðslega hægt og hljótt. Hún sér hann bara, hanskaklædd hönd og gríma fyrir andlitinu. Hún gargar bara og þá bara forðar hann sér út og við sjáum hann ekkert meira,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Hún telur alveg morgunljóst að viðkomandi hafi ætlað sér inn um gluggann. „Hann var búinn að opna hann alveg upp á gátt og hann hefði alveg komist inn. Það er alveg ljóst að viðkomand hafi ætlað að gera það, eins og ninja bara,“ segir Herdís. Þetta hafi verið óhugnanlega lífsreynslu, og nokkuð ljóst að sá sem ætlaði inn hafi kunnað til verka. „Þetta var það hægt að hundurinn hreyfði sig ekki einu sinni.“ Lýsing Herdísar á manninum passar við þær lýsingar sem lögregla hefur gefið, svartklæddur einstaklingur. Í samtali við fréttastofu segir Guðbrandur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni í Fjallabyggð að lögreglan sé að vinna í málinu á fullu, en ekki hafi borist fleiri tilkynningar um innbrot eða tilraun til innbrots fyrir utan þá tilraun sem hér er fjallað um. Athygli vekur að þessa dagana er verið að taka upp þriðju seríu af Ófærð á Siglufirði. Söguhetjurnar þar eru lögreglumenn og að sögn Guðbrandar er allt krökkt af lögreglubílum í bænum í tengslum við upptökurnar, og þónokkrir í gervi lögreglumanna. Það virðist þó ekki letja þann sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar undanfarnar nætur, og segir Guðbrandur að sér finnist viðkomandi nokkuð kaldur að reyna innbrot tvær nætur í röð.
Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39