Innlent

Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi

Birgir Olgeirsson skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.  Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. Sé rýnt í tölurnar kemur í ljós að tíu dögum eftir að hún tók gildi, 17. september, greindist 21 með veiruna. Degi síðar greindust 75 með veiruna og hefur þróunin verið hröð upp á við síðan þá.

Spurður hvers vegna hann ákvað að mælast til þess að tveggja metra reglan yrði tekin upp á höfuðborgarsvæðinu svarar Þórólfur að hann telji hana öruggari en eins metra regluna.

„En það eru þó margar þjóðir sem nota eins metra regluna og hefur það gefist vel. Það fór að halla undan fæti svona viku til tíu dögum eftir að við breyttum úr tveimur metrum í einn metra. Hvort sem það er orsakasamhengi þar eða ekki,“ segir Þórólfur.

„Þannig að við töldum núna að ef við ætluðum að gera þetta eins vel eins mögulegt er á þessari stundu og ná eins góðum árangri á stuttum tíma eins og mögulegt er væri ráð að gera þetta á þessari stundu,“ segir Þórólfur.


Tengdar fréttir

Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×