Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 16:04 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands. Hún telur að margt fólk hafi slakað á varðandi fjarlægðartakmörk eftir að eins metra regla tók við af tveggja metra reglu. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Hann leggur til við heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra og stöðugra nýrra tilfella. Meðal aðgerðanna er að miða aftur við tveggja metra reglu. Þórólfur var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort það hefðu verið mistök að rýmka úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Blaðamaður vísaði til Facebook-færslu Jóhönnu Jakobsdóttur, rannsóknarsérfræðings við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í morgun þar sem hún snerti á þessu. Jóhanna telur eins metra fjarlægð almennt eiga að duga en fólk haldi ekki þeirri fjarlægð. Eins metra reglan eða eins sentímetra regla? Jóhanna telur að eins metra reglan hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Einn metri ætti að duga en þannig hegði fólk sér ekki. „Það eru stærstu mistökin að mínu mati að setja hana á. Með henni þá urðu líka til mun fleiri staðir sem gátu tekið við fleiri fólki á sama tíma. Ég hef verið óróleg með framhaldið frá þeim degi. Þetta voru ekki mistök vegna þess að 1-m ætti ekki að duga heldur af því af skilaboðin með henni höfðu þau áhrif að margir fóru í 1-cm reglu og margir staðir gátu tekið við mun fleira fólki en áður,“ segir Jóhanna. Eins metra reglan tók gildi þann 7. september síðastliðinn. Breytingin var tilkynnt þann 3. september en þá höfðu dagleg smit innanlands ekki náð tveggja stafa tölu í fjórar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirvöld vera að fóta sig í baráttu við áður óþekktan andstæðing. Margt megi gagnrýna en varar við umræðu um mistök.Vísir/Vilhelm Á sama hátt hefði smitgát ekki virkað. Fólk sem átti að vera í „næstum því sóttkví“ hafi ekki endilega farið eftir því. Þórólfur segir að gagnrýna megi ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Mistök ef við lærum ekki af reynslunni „Í baksýnisspeglinum getur maður alltaf sagt hvernig hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi. Ég er ekkert viss um að það séu mistök. Norðmenn hafa notað eins metra regluna og fleiri þjóðir með góðum árangri. Ég held við eigum ekki að vera að hefta okkur í því hvað eru mistök og hvað eru ekki mistök. Eins og ég hef sagt áður þá eru það mistök ef við gerum [ekki] eitthvað sem liggur fyrir hvernig á að gera eða við lærum ekki af reynslunni. Þá eru það mistök ef við förum ekki eftir því,“ segir Þórólfur. „Við erum að feta okkur áfram og gera hluti sem enginn hefur gert áður. Reyna að finna bestu leiðina. Rekum okkur aðeins á, rekum tána í en höldum áfram. Stöndum upp, fetum okkur áfram. Ég kalla það ekk mistök. Ég held að það sé ýmislegt sem við getum lært og gert betur. Þannig eigum við að halda áfram.“ Víðir greip boltann og sagði marga reyna að fóta sig eftir reglum sem breyttust í gær og líklega aftur í kvöld. „Við þurfum öll að vera með tillitsemi og vanda okkur og læra af því sem við gerum. Ekki vera hrædd við að láta reyna á hlutina eða gera mistök.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Hann leggur til við heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra og stöðugra nýrra tilfella. Meðal aðgerðanna er að miða aftur við tveggja metra reglu. Þórólfur var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort það hefðu verið mistök að rýmka úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Blaðamaður vísaði til Facebook-færslu Jóhönnu Jakobsdóttur, rannsóknarsérfræðings við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í morgun þar sem hún snerti á þessu. Jóhanna telur eins metra fjarlægð almennt eiga að duga en fólk haldi ekki þeirri fjarlægð. Eins metra reglan eða eins sentímetra regla? Jóhanna telur að eins metra reglan hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Einn metri ætti að duga en þannig hegði fólk sér ekki. „Það eru stærstu mistökin að mínu mati að setja hana á. Með henni þá urðu líka til mun fleiri staðir sem gátu tekið við fleiri fólki á sama tíma. Ég hef verið óróleg með framhaldið frá þeim degi. Þetta voru ekki mistök vegna þess að 1-m ætti ekki að duga heldur af því af skilaboðin með henni höfðu þau áhrif að margir fóru í 1-cm reglu og margir staðir gátu tekið við mun fleira fólki en áður,“ segir Jóhanna. Eins metra reglan tók gildi þann 7. september síðastliðinn. Breytingin var tilkynnt þann 3. september en þá höfðu dagleg smit innanlands ekki náð tveggja stafa tölu í fjórar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirvöld vera að fóta sig í baráttu við áður óþekktan andstæðing. Margt megi gagnrýna en varar við umræðu um mistök.Vísir/Vilhelm Á sama hátt hefði smitgát ekki virkað. Fólk sem átti að vera í „næstum því sóttkví“ hafi ekki endilega farið eftir því. Þórólfur segir að gagnrýna megi ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Mistök ef við lærum ekki af reynslunni „Í baksýnisspeglinum getur maður alltaf sagt hvernig hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi. Ég er ekkert viss um að það séu mistök. Norðmenn hafa notað eins metra regluna og fleiri þjóðir með góðum árangri. Ég held við eigum ekki að vera að hefta okkur í því hvað eru mistök og hvað eru ekki mistök. Eins og ég hef sagt áður þá eru það mistök ef við gerum [ekki] eitthvað sem liggur fyrir hvernig á að gera eða við lærum ekki af reynslunni. Þá eru það mistök ef við förum ekki eftir því,“ segir Þórólfur. „Við erum að feta okkur áfram og gera hluti sem enginn hefur gert áður. Reyna að finna bestu leiðina. Rekum okkur aðeins á, rekum tána í en höldum áfram. Stöndum upp, fetum okkur áfram. Ég kalla það ekk mistök. Ég held að það sé ýmislegt sem við getum lært og gert betur. Þannig eigum við að halda áfram.“ Víðir greip boltann og sagði marga reyna að fóta sig eftir reglum sem breyttust í gær og líklega aftur í kvöld. „Við þurfum öll að vera með tillitsemi og vanda okkur og læra af því sem við gerum. Ekki vera hrædd við að láta reyna á hlutina eða gera mistök.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira