Innlent

Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur og Víðir munu vafalítið nota tækifærið á fundinum til að brýna fyrir fólki á höfuðborgarsvæðinu og víðar að huga vel að sóttvörnum næstu daga.
Þórólfur og Víðir munu vafalítið nota tækifærið á fundinum til að brýna fyrir fólki á höfuðborgarsvæðinu og víðar að huga vel að sóttvörnum næstu daga. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 15:00 í Katrínartúni 2, 2. hæð.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

99 greindust með kórónuveiruna í gær og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu eru í farvatninu. Þær og frekari tillmæli verða vafalítið til umræðu á fundinum.

Um er að ræða upplýsingafund númer 121 vegna kórónuveirunnar og verður þessi eins og allir hinir í beinni útsendingu hér á Vísi. Þá er hægt að horfa á fundinn á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Textalýsing verður að neðan fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

96 börn nú í ein­angrun

Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×