Stöndum frammi fyrir nýjum veruleika Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2020 13:09 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þjóðin stendur frammi fyrir nýjum veruleika vegna kórónuveirufaraldursins að sögn fjármálaráðherra sem mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun og munu umræður um hana fara fram á Alþingi í dag. Í áætluninni eru lagðar stóru línurnar í opinberum fjármálum til næstu fimm ára. Samkvæmt henni stefnir í allt að níu hundruð milljarða króna halla á ríkisfjármálum á tímabilinu. Fjármálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins og sagði markmið þeirra að fleyta heimilum og fyrirtækjum áfram til betra efnahagsástands. „Þar sem vonir standa til þess að faraldurinn verði skammvinnur,” sagði Bjarni í morgun. Umræða um fjármálaáætlun fer fram á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Kórónuveirufaraldurinn hefur dregist á langinn um allan heim og nú er ljóst að faraldurinn og eftirmálar hans munu hafa mikil áhrif á lífsviðurværi þjóðarinnar næstu árin. Því er mikilvægt að nálgun stjórnvalda taki mið af því og að aðgerðir verði aðlagaðar að þessum nýja veruleika.” Líkt og víða annars staðar muni efnahagsástandið leiða til hratt vaxandi skulda. Skuldir hins opinbera gætu vaxið úr 29% af landsframleiðslu í árslok 2019 í 48% árið 2021. Fyrsta umræðu um fjárlög næsta árs fór fram á þinginu í gær og var frumvarpið afgreitt til umfjöllunar í fjárlaganefnd sem kemur saman á morgun. Bjarni sagði í morgun að stöðva þurfi skuldasöfnunina eigi síðar en á lokaári fjármálaáætlunar. „Þetta meginmarkmið fjármálaáætlunar er lykillinn að því að rjúfa vítahring hallareksturs og skuldasöfnunar í því skyni að endurheimta styrka fjárhagsstöðu hins opinbera í framtíðinni,” sagði Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Þjóðin stendur frammi fyrir nýjum veruleika vegna kórónuveirufaraldursins að sögn fjármálaráðherra sem mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjármálaáætlun í morgun og munu umræður um hana fara fram á Alþingi í dag. Í áætluninni eru lagðar stóru línurnar í opinberum fjármálum til næstu fimm ára. Samkvæmt henni stefnir í allt að níu hundruð milljarða króna halla á ríkisfjármálum á tímabilinu. Fjármálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins og sagði markmið þeirra að fleyta heimilum og fyrirtækjum áfram til betra efnahagsástands. „Þar sem vonir standa til þess að faraldurinn verði skammvinnur,” sagði Bjarni í morgun. Umræða um fjármálaáætlun fer fram á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Kórónuveirufaraldurinn hefur dregist á langinn um allan heim og nú er ljóst að faraldurinn og eftirmálar hans munu hafa mikil áhrif á lífsviðurværi þjóðarinnar næstu árin. Því er mikilvægt að nálgun stjórnvalda taki mið af því og að aðgerðir verði aðlagaðar að þessum nýja veruleika.” Líkt og víða annars staðar muni efnahagsástandið leiða til hratt vaxandi skulda. Skuldir hins opinbera gætu vaxið úr 29% af landsframleiðslu í árslok 2019 í 48% árið 2021. Fyrsta umræðu um fjárlög næsta árs fór fram á þinginu í gær og var frumvarpið afgreitt til umfjöllunar í fjárlaganefnd sem kemur saman á morgun. Bjarni sagði í morgun að stöðva þurfi skuldasöfnunina eigi síðar en á lokaári fjármálaáætlunar. „Þetta meginmarkmið fjármálaáætlunar er lykillinn að því að rjúfa vítahring hallareksturs og skuldasöfnunar í því skyni að endurheimta styrka fjárhagsstöðu hins opinbera í framtíðinni,” sagði Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira