99 greindust með veiruna innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2020 09:09 Allar tölur fyrir gærdaginn birtast á Covid.is klukkan 11. Vísir/Vilhelm 99 manns greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þar af voru 59 í sóttkví. Þá greindist einn með veiruna á landamærunum. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna hér á landi í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Mesti fjöldinn hingað til var 75 manns þann 18. september. Þá er þetta mesti fjöldi sem greinst hefur með veiruna á einum degi síðan faraldurinn stóð sem hæst í mars og apríl. Þann 1. apríl greindust líka 99 með veiruna en mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi var þann 24. mars þegar 106 greindust smitaðir. Að sögn Jóhanns er nú mikið álag á smitrakningarteyminu og er verið að fjölga í því. Lögregluembættin hringinn í kringum landið hafa brugðist vel við því að lána mannskap en lögreglumenn geta sinnt smitrakningu frá sinni starfsstöð. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í gær og ætti næsti fundur að vera á fimmtudag. Jóhann segir að ekki sé búið að ákveða hvort boðað verði til upplýsingafundar í dag vegna fjölda smitaðra í gær en það sé í skoðun. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á smitsjúkdómadeild Landspítalans og eru fjórir þeirra á gjörgæsludeild að því er haft er eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, á vef RÚV. Í samtali við Vísi staðfestir Már þetta. Þrír þeirra sem eru á gjörgæslu eru í öndunarvél. Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti í gær. Nú mega ekki fleiri en tuttugu manns koma saman og þá eru líkamsræktarstöðvar, barir, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
99 manns greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þar af voru 59 í sóttkví. Þá greindist einn með veiruna á landamærunum. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna hér á landi í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Mesti fjöldinn hingað til var 75 manns þann 18. september. Þá er þetta mesti fjöldi sem greinst hefur með veiruna á einum degi síðan faraldurinn stóð sem hæst í mars og apríl. Þann 1. apríl greindust líka 99 með veiruna en mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi var þann 24. mars þegar 106 greindust smitaðir. Að sögn Jóhanns er nú mikið álag á smitrakningarteyminu og er verið að fjölga í því. Lögregluembættin hringinn í kringum landið hafa brugðist vel við því að lána mannskap en lögreglumenn geta sinnt smitrakningu frá sinni starfsstöð. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í gær og ætti næsti fundur að vera á fimmtudag. Jóhann segir að ekki sé búið að ákveða hvort boðað verði til upplýsingafundar í dag vegna fjölda smitaðra í gær en það sé í skoðun. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á smitsjúkdómadeild Landspítalans og eru fjórir þeirra á gjörgæsludeild að því er haft er eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, á vef RÚV. Í samtali við Vísi staðfestir Már þetta. Þrír þeirra sem eru á gjörgæslu eru í öndunarvél. Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti í gær. Nú mega ekki fleiri en tuttugu manns koma saman og þá eru líkamsræktarstöðvar, barir, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira