Sport

Fékk COVID-19 eins og Cam Newton sem hann var „að leika“ á æfingum síns liðs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cam Newton verður ekki með New England Patriots liðinu á næstunni.
Cam Newton verður ekki með New England Patriots liðinu á næstunni. Getty/Adam Glanzman

Cam Newton er stærsta stjarnan til að fá kórónuveiruna í NFL-deildinni en kórónuveiran setti sinn svip á NFL-deildina um helgina þegar fresta þurfti tveimur leikjum vegna smita.

Það var hópsmit innan raða Tennessee Titans og í framhaldinu var leik liðsins á móti Pittsburgh Steelers var frestað.

Það voru aftur á móti smit í tveimur öðrum liðum og það hjá New England Patriots og Kansas City Chiefs sem áttu að mætast í gær.

Cam Newton, leikstjórnandi New England Patriots, greindist með kórónuveiruna en enginn annar leikmaður hefur fengið jákvæða greiningu. Leikurinn á því að fara fram í kvöld.

Kaldahæðni örlaganna er hins vegar sú að sá sem fékk það starf að leika hlutverk Cams Newton á æfingum Kansas City Chiefs fyrir leikinn fékk líka COVID-19. Hann var hins vegar sá eini í liðinu sem fékk jákvætt próf.

Það gerðist þótt að hann og Cam Newton væru að æfa í meira en tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá hvorum öðrum og enginn annar leikmaður liða þeirra greindist.

Jordan Ta’amu sá um það leika Cam Newton á æfingum Kansas City Chiefs til að undirbúa varnarmenn meistaranna fyrir komandi verkefni í kvöld.

NFL


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.