Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. október 2020 12:34 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir. Kennarasamband Íslands Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir skólastjórnendur þurfa að rísa undir ábyrgð sinni til að unt verði að veita kennurum sjálfsagða öryggistilfinningu í störfum sínum. Þorgerður segir grunnskólakennara vera uggandi yfir stöðinni. Þeir hafi þegar sýnt og sannað að þeir séu reiðubúnir að leggja hönd á plóg í erfiðum aðstæðum en að stjórnvöld verði líka að hlusta á raddir þeirra. „Kennarar eru svolítið uggandi yfir því að það skuli ekki verið farin sú leið sem farin var síðastliðinn vetur; að skólarnir verði ekki hólfaðir betur og að samskipti fullorðinna verði ekki takmörkuð eins og hægt er og þá á það ekkert bara við um utanaðkomandi aðila inni í skólunum eins og foreldra og aðra stoðþjónustu heldur líka kennarana sjálfa.“ Of mikið frjálsræði í sóttvörnum sé þvert á markmið um óskert skólastarf Þá hafi umræða farið fram á meðal kennara um hertari sóttvarnaráðstafanir einmitt til þess að tryggja skólastarf því frjálsræði í þeim efnum hafi einmitt leitt til þess að hundruð hafi þurft að fara í sóttkví, oft í tengslum við örfáa einstaklinga. Auknar sóttvarnaráðstafanir og aukin hólfaskipting væri betur til þess fallin að tryggja skólastarf. Hafa verið samningslaus í meira en fimmtán mánuði Kjarasamningar losnuðu 30. júní 2019 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag. Kennaraforystan hefur hingað til reynt að halda kjaradeilu og faraldrinum eins aðgreindu og mögulegt er og vilja gera það áfram en Þorgerður viðurkennir þó að það fari alls ekki vel saman að upplifa öryggisleysi í starfsumhverfi sínu og að vera samningslaus í senn. „Þetta eru fordæmalausir tímar og þess vegna hafa grunnskólakennarar lagt sig fram um að reyna að finna lausn á starfsaðstæðum sínum og því grundvallarverkefni sem er að hlúa að börnum þessa lands og að halda skólum opnum eins lengi og mikið og mögulegt er. Síðan er staðreyndin sú að grunnskólakennarar eru búnir að vera samningslausir í fimmtán mánuði. Þetta tvennt fer auðvitað ekkert vel saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir skólastjórnendur þurfa að rísa undir ábyrgð sinni til að unt verði að veita kennurum sjálfsagða öryggistilfinningu í störfum sínum. Þorgerður segir grunnskólakennara vera uggandi yfir stöðinni. Þeir hafi þegar sýnt og sannað að þeir séu reiðubúnir að leggja hönd á plóg í erfiðum aðstæðum en að stjórnvöld verði líka að hlusta á raddir þeirra. „Kennarar eru svolítið uggandi yfir því að það skuli ekki verið farin sú leið sem farin var síðastliðinn vetur; að skólarnir verði ekki hólfaðir betur og að samskipti fullorðinna verði ekki takmörkuð eins og hægt er og þá á það ekkert bara við um utanaðkomandi aðila inni í skólunum eins og foreldra og aðra stoðþjónustu heldur líka kennarana sjálfa.“ Of mikið frjálsræði í sóttvörnum sé þvert á markmið um óskert skólastarf Þá hafi umræða farið fram á meðal kennara um hertari sóttvarnaráðstafanir einmitt til þess að tryggja skólastarf því frjálsræði í þeim efnum hafi einmitt leitt til þess að hundruð hafi þurft að fara í sóttkví, oft í tengslum við örfáa einstaklinga. Auknar sóttvarnaráðstafanir og aukin hólfaskipting væri betur til þess fallin að tryggja skólastarf. Hafa verið samningslaus í meira en fimmtán mánuði Kjarasamningar losnuðu 30. júní 2019 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag. Kennaraforystan hefur hingað til reynt að halda kjaradeilu og faraldrinum eins aðgreindu og mögulegt er og vilja gera það áfram en Þorgerður viðurkennir þó að það fari alls ekki vel saman að upplifa öryggisleysi í starfsumhverfi sínu og að vera samningslaus í senn. „Þetta eru fordæmalausir tímar og þess vegna hafa grunnskólakennarar lagt sig fram um að reyna að finna lausn á starfsaðstæðum sínum og því grundvallarverkefni sem er að hlúa að börnum þessa lands og að halda skólum opnum eins lengi og mikið og mögulegt er. Síðan er staðreyndin sú að grunnskólakennarar eru búnir að vera samningslausir í fimmtán mánuði. Þetta tvennt fer auðvitað ekkert vel saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira