„Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 11:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti og að á köflum hafi verið eins og hann væri á leið í veldisvöxt. „Rauð flögg“ hafi verið á lofti um alvarlegri faraldur hefði ekki verið gripið inn í með hertum aðgerðum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna nú fyrir hádegi. 59 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru 34 í sóttkví. Alls hafa nú tæplega 770 greinst í þessari bylgju faraldursins frá því um miðjan september. Þá greindi Þórólfur frá því á fundinum að fimmtán liggi nú inni á Landspítala vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Tekist hefur að útskrifa nokkra af spítalanum en aðrir hafa verið lagðir inn á móti. Enn er mikið álag á Landspítalanum. Þórólfur sagði jafnframt að á köflum fyndist honum eins og faraldurinn væri á leið í veldisvöxt. Þeir sem hafa verið að smitast af veirunni undanfarið hafi að miklu leyti smitast á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum, til dæmis megi rekja smit til hneifaleikastöðvar í Kópavogi, og á krám. „Þetta eru allt rauð flögg um að við gætum farið að sjá hér alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum ef ekki verður gripið inn í,“ sagði Þórólfur. Það hafi því ekkert verið annað í stöðunni en að grípa til hertari aðgerða og takmarkana. Ekki hafi tekist að sveigja faraldurinn niður á við. Hertari aðgerðir tóku gildi á miðnætti nótt. Veigamesta breytingin snýr að fjöldatakmörkunum en samkomubann miðast nú við tuttugu manns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti og að á köflum hafi verið eins og hann væri á leið í veldisvöxt. „Rauð flögg“ hafi verið á lofti um alvarlegri faraldur hefði ekki verið gripið inn í með hertum aðgerðum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna nú fyrir hádegi. 59 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru 34 í sóttkví. Alls hafa nú tæplega 770 greinst í þessari bylgju faraldursins frá því um miðjan september. Þá greindi Þórólfur frá því á fundinum að fimmtán liggi nú inni á Landspítala vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Tekist hefur að útskrifa nokkra af spítalanum en aðrir hafa verið lagðir inn á móti. Enn er mikið álag á Landspítalanum. Þórólfur sagði jafnframt að á köflum fyndist honum eins og faraldurinn væri á leið í veldisvöxt. Þeir sem hafa verið að smitast af veirunni undanfarið hafi að miklu leyti smitast á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum, til dæmis megi rekja smit til hneifaleikastöðvar í Kópavogi, og á krám. „Þetta eru allt rauð flögg um að við gætum farið að sjá hér alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum ef ekki verður gripið inn í,“ sagði Þórólfur. Það hafi því ekkert verið annað í stöðunni en að grípa til hertari aðgerða og takmarkana. Ekki hafi tekist að sveigja faraldurinn niður á við. Hertari aðgerðir tóku gildi á miðnætti nótt. Veigamesta breytingin snýr að fjöldatakmörkunum en samkomubann miðast nú við tuttugu manns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira