Ófremdarástand hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. október 2020 12:11 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi, sem er mjög óánægð með þann aðbúnað, sem lögreglan í Vík býr við í húsnæðismálum. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við ófremdarástand í húsnæðismálum því engin aðstaða er fyrir fanga og enga aðstaða til að geyma bíla og lögreglumennirnir hafa ekki sér kaffistofu né salerni. Þegar kemur til útkalls í kafaldsbyl getur það tekið að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill að ný lögreglustöð verði byggð ekki seinna en strax. Í Vík eru nú þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Eins og flestir vita þá hefur verkefnum lögreglunnar í Vík fjölgað hratt undanfarin ár með auknum straumi ferðamanna um svæðið en á sama tíma er vinnuaðstaða lögreglunnar í engum takti við þá þróun. Aðeins eru tvö lítil samliggjandi herbergi til afnota fyrir lögregluna inni hjá Sýslumanni, ekkert annað. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi er mjög óánægð með þennan aðbúnað lögreglunnar. „Þetta eru bara tvö lítil, mjög lítil herbergi, sem þeir hafa. Enga kaffistofu, sameiginlegt klósett með sýslumanni eða starfsmönnum sýslumanns og enga aðstöðu fyrir bíla. Þannig að ef það kemur útkall í kafaldsbyl þá þurfa þeir að byrja á því að grafa sig inn í bílinn og koma honum í ökuhæft ástand. Þetta er ekki boðlegt ástand en í venjulegu árferði er náttúrulega svakaleg umferð og þarf þá bara mikið og öflugt löggæslueftirlit,“ segir Þorbjörg. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ályktað um að það þurfi að byggja nýja lögreglustöð í Vík, sem allra fyrst. Í Vík eru þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Lögreglumennirnir eru hluti af starfsliði Lögreglunnar á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur „Það hefur verið vinna í gangi við þarfagreiningu, bæði fyrir sýslumann og lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra lét gera hana. Mér skilst að hún liggi fyrir en við höfum ekki heyrt neitt meira af því. Við viljum bara endilega þrýsta á þetta mál,“ bætir Þorbjörg við og segir enn fremur: „Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna. Lögreglumennirnir hafa ekki eigin kaffistofu. „Nei, nei, þeir fá stundum að krækja sér í kaffibolla hjá starfsmönnum sýslumanns en að öðru leyti ekki. Oft eru þeir að vinna langan vinnudag og þurfa þá að geta fengið sér að borða inni hjá sér en það er ekkert í boði,“ segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Lögreglan Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við ófremdarástand í húsnæðismálum því engin aðstaða er fyrir fanga og enga aðstaða til að geyma bíla og lögreglumennirnir hafa ekki sér kaffistofu né salerni. Þegar kemur til útkalls í kafaldsbyl getur það tekið að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill að ný lögreglustöð verði byggð ekki seinna en strax. Í Vík eru nú þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Eins og flestir vita þá hefur verkefnum lögreglunnar í Vík fjölgað hratt undanfarin ár með auknum straumi ferðamanna um svæðið en á sama tíma er vinnuaðstaða lögreglunnar í engum takti við þá þróun. Aðeins eru tvö lítil samliggjandi herbergi til afnota fyrir lögregluna inni hjá Sýslumanni, ekkert annað. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi er mjög óánægð með þennan aðbúnað lögreglunnar. „Þetta eru bara tvö lítil, mjög lítil herbergi, sem þeir hafa. Enga kaffistofu, sameiginlegt klósett með sýslumanni eða starfsmönnum sýslumanns og enga aðstöðu fyrir bíla. Þannig að ef það kemur útkall í kafaldsbyl þá þurfa þeir að byrja á því að grafa sig inn í bílinn og koma honum í ökuhæft ástand. Þetta er ekki boðlegt ástand en í venjulegu árferði er náttúrulega svakaleg umferð og þarf þá bara mikið og öflugt löggæslueftirlit,“ segir Þorbjörg. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ályktað um að það þurfi að byggja nýja lögreglustöð í Vík, sem allra fyrst. Í Vík eru þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Lögreglumennirnir eru hluti af starfsliði Lögreglunnar á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur „Það hefur verið vinna í gangi við þarfagreiningu, bæði fyrir sýslumann og lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra lét gera hana. Mér skilst að hún liggi fyrir en við höfum ekki heyrt neitt meira af því. Við viljum bara endilega þrýsta á þetta mál,“ bætir Þorbjörg við og segir enn fremur: „Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna. Lögreglumennirnir hafa ekki eigin kaffistofu. „Nei, nei, þeir fá stundum að krækja sér í kaffibolla hjá starfsmönnum sýslumanns en að öðru leyti ekki. Oft eru þeir að vinna langan vinnudag og þurfa þá að geta fengið sér að borða inni hjá sér en það er ekkert í boði,“ segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Lögreglan Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira