Innlent

Einn smitaður á Pat­reks­firði

Sylvía Hall skrifar
Níu er í sóttkví vegna smitsins.
Níu er í sóttkví vegna smitsins. Vísir/Vilhelm

Einn hefur greinst með kórónuveirusmit á Patreksfirði og eru níu í sóttkví vegna þessa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Í tilkynningunni segir að hópurinn sem er nú í sóttkví sé blanda af „heima- og aðkomufólki“. Fólk hafi verið duglegt að mæta í sýnatöku og fara í einangrun þegar það finnur fyrir einkennum. „Höldum því áfram.“

Takmarkanir eru á heimsóknum gesta á sjúkrahús og í hjúkrunarrými á Vestfjörðum vegna kórónuveirufaraldursins og þurfa allir að bera grímur þar inni.


Tengdar fréttir

Fimm greindust á Ísafirði

Fimm kórónuveirusmit hafa greinst á Ísafirði í dag og voru öll í sóttkví við greiningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×