Innlent

Dómur staðfestur yfir rútubílstjóra fyrir manndráp af gáleysi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í desember 2017.
Frá vettvangi í desember 2017. Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur staðfest sex mánaða skilorðsbundinn dóm yfir rútubílstjóra sem ók rútu aftan á fólksbíl með þeim afleiðingum að tveir ferðamenn létust. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember 2017. Dómur var kveðinn upp í dag.

Bílstjórinn var sakfelldur fyrir að hafa ekið rútunni sem var ekki í lögmæltu ástandi og hratt miðað við aðstæður og of nálægt fólksbifreiðinni sem fram undan var. Rútunni var ekið á afturhorn fólksbifreiðarinnar og lenti í kjölfarið utan vegar og valt með þeim afleiðingum að tveir farþegar hópbifreiðarinnar létust og aðrir tveir hlutu alvarleg líkamsmeiðsl.

Brot rútubílstjórans varðaði lög um manndráp og líkamsmeiðingu af gáleysi auk brota á umferðarlögum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að bílstjórinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og var refsing hans ákveðin fangelsi í sex mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Þá var hann sviptur ökurétti í tvö ár.

Bílstjórinn sagði í viðtali við fréttastofu í fyrra að slysið hefði gjörbreytt lífi hans.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×