Innlent

Enginn úr áhöfn Gullvers reyndist smitaður

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gullver í höfn á Seyðisfirði.
Gullver í höfn á Seyðisfirði. Síldarvinnslan

Enginn af þeim fimm skipverjum Gullvers sem fóru í skimun vegna Covid-19 í morgun reyndist vera smitaður. Skipið mun halda á ný til veiða í kvöld.

Greint var frá því í gær að skipið væri á leið í höfn á Seyðisfirði eftir að fimm skipverjar um borð hafi fundið fyrir slappleika. Skipverjarnir voru skimaðir í morgun og sagði Ómar Bogason, framleiðslustjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni, að skipverjarnir fimm hefðu beðið í einangrun á hóteli á meðan. Tíu aðrir áhafnarmeðlimir hafi farið í sjálfsskipaða sóttkví.

„Maður vonar að þetta sé bara haustpest. Okkur ber að fara varlega. Ég er mjög ánægður með skipstjórann. Hann tók á þessu af mikilli festu,“ sagði Ómar.

Í frétt á vef Síldarvinnslunnar segir að niðurstaða skimunar hafi leitt í ljós að enginn fimmenninganna sé smitaður af Covid, því muni Gullver halda á ný til veiða í kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.