Lífið

Uppnuminn eftir spjall við Vigdísi og Íslandsheimsóknina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Crews virðist hafa skemmt sér vel hér á landi í sumar.
Crews virðist hafa skemmt sér vel hér á landi í sumar.

Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews birtir fjölmörg myndbönd af sér hér á landi á sínum samfélagsmiðlum. 

Hann var staddur hér á landi fyrr í sumar og ekki liggur fyrir hvort myndböndin séu ný eða frá því í sumar. 

Í vikunni kom inn myndband af Crews í Reynisfjöru og í morgun birtist mynd af honum með Vigdísi Finnbogadóttur.

Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine.

„Þvílíkur heiður að fá að hitta Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsti kjörni kvenforseti heims. Mikil þekking og viska hjá þessari ótrúlegu konu,“ skrifar Crews við mynd sem hann birti af sér og Vigdísi.

Fyrr í sumar hitti Crews íslenskan hóp við Kvernufoss rétt við Skógafoss og skapaðist mikil gleði með barnanna sem þekktu kauða heldur betur vel. 

Crews virðist vera vinna sjónvarpsþætti sem teknir eru upp hér á landi ef marka má myndböndin hans. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.