Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2020 10:06 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir 264 milljarða króna halla - þannig að tekjur muni nema 772 milljörðum, en útgjöldin 1.036 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 sem lagt er fram á Alþingi í dag, samhliða fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025. Skattar verða alls um 52 milljörðum króna lægri á komandi ári en þeir hefðu orðið án ákvarðana ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að markmið ríkisstjórnarinnar með fjárlagafrumvarpinu sé að verja lífskjör og veita viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið. Ekki verði gerðar auknar aðhaldskröfur til málefnasviða og verða öll helstu tilfærslukerfi varin. Til þess að sporna við útgjaldaaukningu sé þess gætt að ný aukin útgjöld takmarkist við mótvægisráðstafanir vegna faraldursins. Frá kynningu fjármálaráðherra í morgun.Vísir/Einar Mikill samdráttur skatttekna ríkisins „Afkoma ríkissjóðs versnar á næsta ári um 192 milljarða króna vegna beinna efnahagslegra áhrifa faraldursins og ákvarðana til að sporna við afleiðingum hans. Þyngst vegur samdráttur skatttekna vegna minni umsvifa en hann nemur um 89 ma.kr. Einnig minnka tekjur ríkissjóðs vegna aðgerða til að bregðast við heimsfaraldrinum, m.a. með því að endurgreiða virðisaukaskatt vegna vinnu, flýtingu á lækkun bankaskatts og niðurfellingu gistináttaskatts en samtals kosta þessar aðgerðir ríkissjóð um 17 ma.kr. Þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysisbætur hækki um 23 ma.kr. Útgjöld vegna ýmissa mótvægisaðgerða eru áætluð um 35 ma.kr. en þar má nefna fjárfestingar- og uppbyggingarátak, eflingu háskóla- og framhaldsskólastigs til að bregðast við atvinnuleysi og auknar endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunar. Þá er gert ráð fyrir að arðgreiðslur lækki um 27 ma.kr.“ Fjárlagafrumvarp 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir 264 milljarða króna halla - þannig að tekjur muni nema 772 milljörðum, en útgjöldin 1.036 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 sem lagt er fram á Alþingi í dag, samhliða fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025. Skattar verða alls um 52 milljörðum króna lægri á komandi ári en þeir hefðu orðið án ákvarðana ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að markmið ríkisstjórnarinnar með fjárlagafrumvarpinu sé að verja lífskjör og veita viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið. Ekki verði gerðar auknar aðhaldskröfur til málefnasviða og verða öll helstu tilfærslukerfi varin. Til þess að sporna við útgjaldaaukningu sé þess gætt að ný aukin útgjöld takmarkist við mótvægisráðstafanir vegna faraldursins. Frá kynningu fjármálaráðherra í morgun.Vísir/Einar Mikill samdráttur skatttekna ríkisins „Afkoma ríkissjóðs versnar á næsta ári um 192 milljarða króna vegna beinna efnahagslegra áhrifa faraldursins og ákvarðana til að sporna við afleiðingum hans. Þyngst vegur samdráttur skatttekna vegna minni umsvifa en hann nemur um 89 ma.kr. Einnig minnka tekjur ríkissjóðs vegna aðgerða til að bregðast við heimsfaraldrinum, m.a. með því að endurgreiða virðisaukaskatt vegna vinnu, flýtingu á lækkun bankaskatts og niðurfellingu gistináttaskatts en samtals kosta þessar aðgerðir ríkissjóð um 17 ma.kr. Þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysisbætur hækki um 23 ma.kr. Útgjöld vegna ýmissa mótvægisaðgerða eru áætluð um 35 ma.kr. en þar má nefna fjárfestingar- og uppbyggingarátak, eflingu háskóla- og framhaldsskólastigs til að bregðast við atvinnuleysi og auknar endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunar. Þá er gert ráð fyrir að arðgreiðslur lækki um 27 ma.kr.“
Fjárlagafrumvarp 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira