Segir laun Ragnars hafa lækkað umtalsvert og komu hans enga katastrófu Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 13:00 Ragnar Sigurðsson á ferðinni í 2-2 jafnteflinu við Velje um helgina. vísir/getty FC Köbenhavn hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Blaðamenn BT rýndu af því tilefni í leikmannakaup félagsins. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en komst líka í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. BT skoðaði hvaða leikmenn FCK hefði fengið í þremur síðustu félagaskiptagluggum og komst að þeirri niðurstöðu að félagið tapaði milljónum danskra króna á nokkrum stjörnuleikmönnum. Ragnar Sigurðssonar hefur aftur á móti ekki valdið félaginu fjárhagslegum skaða, að mati blaðsins. Hann kom enda frítt frá Krasnodar í Rússlandi. Ragnar hefur þó aðeins náð að spila átta leiki fyrir liðið, í deild og Evrópudeild, en misst af 19 leikjum þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn. Ragnar er þó ekki meiddur þessa dagana, hefur byrjað þrjá síðustu leiki FCK og er klár í slaginn með Íslandi gegn Rúmeníu eftir viku. Mikið meiddur en viðskiptin engin katastrófa Ragnar kom til FCK, í annað sinn á ferlinum, í janúar og gerði samning sem gilti til loka júní. Hann framlengdi samninginn til skamms tíma, þar sem keppnishald frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins, og skrifaði svo undir nýjan samning við FCK í lok júlí. Sá samningur gildir fram á næsta sumar. Í umsögn BT um Ragnar segir: „Íslendingurinn sneri aftur ókeypis en er að sjálfsögðu á góðum launum – sérstaklega á fyrsta skammtímasamningnum. Með nýjasta samningum hefur hann lækkað umtalsvert í launum til að sýna sinn velvilja, og þó að hann hafi verið mikið meiddur og ekki í formi þá geta þessi viðskipti ekki talist katastrófa.“ Miðillinn segir FCK hins vegar hafa tapað miklu fé á nokkrum öðrum leikmönnum, sérstaklega Pep Biel sem kom frá Zaragoza fyrir jafnvirði um 550-650 milljóna íslenskra króna en hefur engan veginn staðið undir væntingum. Danski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
FC Köbenhavn hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Blaðamenn BT rýndu af því tilefni í leikmannakaup félagsins. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en komst líka í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. BT skoðaði hvaða leikmenn FCK hefði fengið í þremur síðustu félagaskiptagluggum og komst að þeirri niðurstöðu að félagið tapaði milljónum danskra króna á nokkrum stjörnuleikmönnum. Ragnar Sigurðssonar hefur aftur á móti ekki valdið félaginu fjárhagslegum skaða, að mati blaðsins. Hann kom enda frítt frá Krasnodar í Rússlandi. Ragnar hefur þó aðeins náð að spila átta leiki fyrir liðið, í deild og Evrópudeild, en misst af 19 leikjum þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn. Ragnar er þó ekki meiddur þessa dagana, hefur byrjað þrjá síðustu leiki FCK og er klár í slaginn með Íslandi gegn Rúmeníu eftir viku. Mikið meiddur en viðskiptin engin katastrófa Ragnar kom til FCK, í annað sinn á ferlinum, í janúar og gerði samning sem gilti til loka júní. Hann framlengdi samninginn til skamms tíma, þar sem keppnishald frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins, og skrifaði svo undir nýjan samning við FCK í lok júlí. Sá samningur gildir fram á næsta sumar. Í umsögn BT um Ragnar segir: „Íslendingurinn sneri aftur ókeypis en er að sjálfsögðu á góðum launum – sérstaklega á fyrsta skammtímasamningnum. Með nýjasta samningum hefur hann lækkað umtalsvert í launum til að sýna sinn velvilja, og þó að hann hafi verið mikið meiddur og ekki í formi þá geta þessi viðskipti ekki talist katastrófa.“ Miðillinn segir FCK hins vegar hafa tapað miklu fé á nokkrum öðrum leikmönnum, sérstaklega Pep Biel sem kom frá Zaragoza fyrir jafnvirði um 550-650 milljóna íslenskra króna en hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Danski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. 31. júlí 2020 09:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann