Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 12:20 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vísir/egill Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. Framlenging átaksins Allir vinna sé gott en ASÍ muni til að mynda aldrei leggja blessun sína yfir það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofi verði frestað vegna lækkunar tryggingagjalds. Félagsmálaráðherra segir þó að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á lengingu fæðingarorlofs. Drífa sagði í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að ASÍ fagni því að stjórnvöld ætli að axla ábyrgð og reyna að tryggja frið á vinnumarkaði. Sambandið hyggist halda áfram þeirri vegferð sem það hóf með lífskjarasamningnum í vor. Þá kvað Drífa framlengingu á átakinu Allir vinna vera gott en ýmislegt ætti eftir að útfæra betur og ASÍ gerði kröfu um að koma að slíkri útfærslu. Drífa sagði lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. ASÍ telji frekar þörf á sértækum aðgerðum. „Við skulum hafa í huga að tryggingagjaldið fjármagnar fæðingarorlofið og atvinnuleysistryggingar. Það er mjög mikilvægt að halda því áfram. Við munum aldrei samþykkja það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofinu verði frestað vegna þessa og ég vona að það sé ekki ætlunin,“ sagði Drífa. Innt eftir því hvort hún teldi að aðgerðapakkinn hefði áhrif á fyrirhugaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um uppsögn lífskjarasamningsins kvaðst Drífa ekki vita það. Spyrja þyrfti SA að því. Framkvæmdastjórn SA fundar nú og fer yfir aðgerðapakkann. Viðbragða er að vænta frá samtökunum nú eftir hádegi. Lengja á fæðingarorlof í tólf mánuði um næstu áramót en orlofið er tíu mánuðir í dag. Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Uppfært klukkan 12:39: Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að lengingu fæðingarorlofs verði ekki frestað. Aðgerðirnar hafi engin áhrif á þær fyrirætlanir. Kjaramál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. Framlenging átaksins Allir vinna sé gott en ASÍ muni til að mynda aldrei leggja blessun sína yfir það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofi verði frestað vegna lækkunar tryggingagjalds. Félagsmálaráðherra segir þó að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á lengingu fæðingarorlofs. Drífa sagði í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að ASÍ fagni því að stjórnvöld ætli að axla ábyrgð og reyna að tryggja frið á vinnumarkaði. Sambandið hyggist halda áfram þeirri vegferð sem það hóf með lífskjarasamningnum í vor. Þá kvað Drífa framlengingu á átakinu Allir vinna vera gott en ýmislegt ætti eftir að útfæra betur og ASÍ gerði kröfu um að koma að slíkri útfærslu. Drífa sagði lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. ASÍ telji frekar þörf á sértækum aðgerðum. „Við skulum hafa í huga að tryggingagjaldið fjármagnar fæðingarorlofið og atvinnuleysistryggingar. Það er mjög mikilvægt að halda því áfram. Við munum aldrei samþykkja það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofinu verði frestað vegna þessa og ég vona að það sé ekki ætlunin,“ sagði Drífa. Innt eftir því hvort hún teldi að aðgerðapakkinn hefði áhrif á fyrirhugaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um uppsögn lífskjarasamningsins kvaðst Drífa ekki vita það. Spyrja þyrfti SA að því. Framkvæmdastjórn SA fundar nú og fer yfir aðgerðapakkann. Viðbragða er að vænta frá samtökunum nú eftir hádegi. Lengja á fæðingarorlof í tólf mánuði um næstu áramót en orlofið er tíu mánuðir í dag. Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Uppfært klukkan 12:39: Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að lengingu fæðingarorlofs verði ekki frestað. Aðgerðirnar hafi engin áhrif á þær fyrirætlanir.
Kjaramál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49
Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22
Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54