Innlent

Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður, sækjast báðar eftir embætti varaformanns flokksins. Heiða Björg gegnir því embættti nú.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður, sækjast báðar eftir embætti varaformanns flokksins. Heiða Björg gegnir því embættti nú.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart.

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 6. til 7. nóvember. Logi Einarsson gefur áfram kost á sér sem formaður flokksins og hafa ekki önnur framboð borist í það embætti.

Helga Vala tilkynnti hins vegar fyrr í þessum mánuði að hún hygðist bjóða sig fram til varaformanns flokksins gegn Heiðu Björgu.

Heiða Björg var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi smáhýsi fyrir heimilislausa í borginni en í lok viðtalsins var hún spurð hvort það hefði komið henni á óvart að fá mótframboð.

„Já, það kom mér mjög á óvart satt að segja. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en að það sé mikil ánægja með forystu okkar Loga fyrir flokkinn undanfarin ár og við höfum verið að lyfta okkur í skoðanakönnunum og fylgi og staðið okkur nokkuð vel. Þannig að ég legg bara mín störf óhrædd í dóm landsfundargesta,“ sagði Heiða Björg.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.