Innlent

„Ekkert lát á lægðum í dag og á morgun“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Úrkomuspákort Veðurstofu Íslands klukkan 15 í dag. Lægðin er merkt inn á kortið vestur af Reykjanesi.
Úrkomuspákort Veðurstofu Íslands klukkan 15 í dag. Lægðin er merkt inn á kortið vestur af Reykjanesi. Veðurstofa Íslands.

Það eru þrjár lægðir á leiðinni til okkar að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands nú í morgunsárið.

Skammt vestur af Reykjanesi er 991 mb lægð og 600 kílómetra suður af Dyrahólaey er 992 mb lægð sem kemur upp að Suðausturlandi í kvöld. Sú þriðja kemur svo að Austfjörðum annað kvöld.

„Það er sem sagt ekkert lát á lægðum í dag og á morgun, og eins og gefur að skilja verður vindur nokkuð breytilegur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Í dag verður fremur hæg suðlæg átt í fyrstu en norðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu norðvestantil og 10 til 18 metrar þar síðdegis.

Rigning eða skúrir, og talsverð rigning suðaustanlands seinnipartinn. Þá verður slydda sums staðar norðvestantil en úrkomulítið á Norðausturlandi.

Suðaustan 10 til 18 metrar á sekúndu á austanverðu landinu seint í kvöld og á morgun með rigningu, en dregur úr vindi á vestantil, vestan 5-10 og dálitlar skúrir á þeim slóðum á morgun. Hiti víða 2 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu:

Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, en 10-18 seinnipartinn norðvestantil og einnig austantil í kvöld. Rigning með köflum, en sums staðar slydda norðvestanlands og úrkomulítið á Norðausturlandi. Talsverð rigning um suðaustanvert landið síðdegis. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast austanlands.

Vestlæg átt 3-10 á morgun, en suðaustan 13-18 á annesjum norðaustanlands fram eftir degi. Rigning um austanvert landið, en skýjað með köflum og úrkomulítið annarsstaðar. Hiti 2 til 8 stig, en frystir víða annað kvöld.

Á miðvikudag:

Vestlæg átt 3-10, en suðaustan 13-18 á annesjum norðaustanlands fram eftir degi. Rigning um austanvert landið, en skýjað með köflum og úrkomulítið annarsstaðar. Hiti 3 til 8 stig, en frystir víða um kvöldið.

Á fimmtudag:

Suðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en rigning af og til um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 7 stig að deginum.

Á föstudag:

Suðlæg átt 5-10 m/s og bjart með köflum, en austlægari og dálítil rigning austantil um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag:

Austlæg átt og rigning með köflum norðan- og austantil, annars þurrt. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×