Innlent

Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Landspítalinn í Fossvogi. Fimm liggja inni á spítalanum með Covid-19.
Landspítalinn í Fossvogi. Fimm liggja inni á spítalanum með Covid-19. Vísir/vilhelm

Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. Einn af sjúklingunum fimm er á gjörgæslu eftir sem áður. Fólkið sem liggur inni á spítalanum er á breiðu aldursbili; frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. 

Þórólfur sagði að það væri áhyggjuefni að fleiri væru nú að leggjast inn á spítala með kórónuveiruna. Þetta væri hins vegar ekki óviðbúið þar sem alvarleg veikindi komi yfirleitt upp um viku eftir smit. Búast mætti við því að toppi alvarlegra veikinda í þessari bylgju yrði náð á næstu dögum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×