Lífið

Haf­þór og Kels­ey eignast son

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hafþór og Kelsey ásamt nýfæddum syni sínum.
Hafþór og Kelsey ásamt nýfæddum syni sínum. Facebook

Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsy Henson buðu í gær velkomið sitt fyrsta barn saman. Lítill drengur kom í heiminn á tólfta tímanum í gærmorgun. Frá þessu greinir Hafþór á Facebook-síðu sinni.

Hafþór skrifar að klukkan sex á laugardagsmorgunn hafi Kelsey vakið hann eftir að hafa misst vatnið. Hann hafi strax stokkið fram úr rúminu en Kelsey hafi róað hann niður og beðið hann að vera rólegur. Klukkutíma seinna hafi þau hringt í vin sinn sem ætlaði að mynda burðinn auk ljósmæðra.

26.09.2020 . 6am Kelsey woke me up telling me she had been losing her water, I immediately jumped out of bed and said...

Posted by Hafþór Júlíus Björnsson - The Mountain on Sunday, September 27, 2020

Kelsey fór upp á Fæðingarheimili Bjarkarinnar og þegar þangað var komið hafi Kelsey verið ákveðin í að vilja fæða í vatni og því hafi fæðingarlaugin verið fyllt á staðnum.

Upp úr klukkan ellefu hafi svo þriggja og hálfs kílóa drengur litið dagsins ljós og segir Hafþór að nánast um leið hafi hann hringt í dóttur sína svo hún gæti heilsað upp á litla bróður, sem hafi verið rúsínan í pylsuendanum eftir þennan fallega barnsburð.

Hann klárar færsluna á því að segja að móður og barni heilsi báðum vel og að þau hafi þegar ákveðið nafn á drenginn og geti ekki beðið eftir því að deila því með fólki.


Tengdar fréttir

Hafþór og Kelsey eiga von á barni

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson eiga von á sínu fyrsta barni saman en aflraunamaðurinn greinir frá því á Facebook-síðu sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.