Segir óhjákvæmilegt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki verði gjaldþrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. september 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins ekki lokið. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Formenn Viðreisnar og Miðflokksins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag út í stöðu ferðaþjónustunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnuleysi stjórnvalda og sagði þörf á sterku efnahagslegu plani.Vísir/Einar „Það má segja að þetta sé tvíþætt verkefni. Annars vegar að tryggja það að fyrirtæki geti verið í einhverju skjóli og geti svo spyrnt við fótum. Það er alveg ljóst að það munu einhver fyrirtæki fara á hausinn hjá því verður ekki komist,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún fengið fjölda fyrirspurna um það hvort efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins væri lokið. Svo væri ekki. „Ég hef oft verið spurð hvort þetta sé síðasti pakkinn, að pökkunum er ekki lokið,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekki mega gleyma sparnaðaraðgerðum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.Vísir/Einar Formenn Miðflokksins og Viðreisnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. „Það sem við höfum verið að kalla eftir er að samhliða þessum sterku sóttvarnaraðgerðum að ríkisstjórnin myndi kynna sterkt efnahagslegt plan, áætlun. Það hefur hún hins vegar ekki gert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Undir þetta tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mikilvægt væri að fara ekki einungis í aðgerðir sem leiddu til útgjalda heldur þyrfti að fara í sparnaðaraðgerðir. „Það vantar alla sýn um það hvert skuli stefnt. Og á sama tíma og útgjöld munu aukast óhjákvæmilega þá minnka tekjur ríkisins. Þess vegna má ekki gleyma sparnaðaraðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00 Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00 Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Formenn Viðreisnar og Miðflokksins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag út í stöðu ferðaþjónustunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnuleysi stjórnvalda og sagði þörf á sterku efnahagslegu plani.Vísir/Einar „Það má segja að þetta sé tvíþætt verkefni. Annars vegar að tryggja það að fyrirtæki geti verið í einhverju skjóli og geti svo spyrnt við fótum. Það er alveg ljóst að það munu einhver fyrirtæki fara á hausinn hjá því verður ekki komist,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún fengið fjölda fyrirspurna um það hvort efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins væri lokið. Svo væri ekki. „Ég hef oft verið spurð hvort þetta sé síðasti pakkinn, að pökkunum er ekki lokið,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekki mega gleyma sparnaðaraðgerðum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.Vísir/Einar Formenn Miðflokksins og Viðreisnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. „Það sem við höfum verið að kalla eftir er að samhliða þessum sterku sóttvarnaraðgerðum að ríkisstjórnin myndi kynna sterkt efnahagslegt plan, áætlun. Það hefur hún hins vegar ekki gert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Undir þetta tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mikilvægt væri að fara ekki einungis í aðgerðir sem leiddu til útgjalda heldur þyrfti að fara í sparnaðaraðgerðir. „Það vantar alla sýn um það hvert skuli stefnt. Og á sama tíma og útgjöld munu aukast óhjákvæmilega þá minnka tekjur ríkisins. Þess vegna má ekki gleyma sparnaðaraðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00 Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00 Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00
Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00
Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30